október 18, 2004

Křben

Í morgun flaug ég međ Iceland Express til Kaupmannahafnar. Fór í loftiđ klukkan hálf-átta heima. Ţoli ekki svona morgun flug. Vaknađi klukkan fimm í morgun og fyrir vikiđ hefur maginn ekki veriđ góđur í allan dag.

Lenti hér um hálf-eitt leytiđ ađ stađartíma og tók lestina niđur á Hovedbanegaard. Ađkoman ađ ţeirri lestarstöđ minnti mig óneitanlega ađ koma međ Stansted lestinni inn í Norđur-London, nema hvađ viđ hrörleikann og veggjakrotiđ bćttust nokkrir yfirgefnir lestarvagnar og annađ drasl í bođi DSB. Óneitanlega minntu Dönsku járnbrautirnar á eina af vídjóspólunum sem mađur var látinn horfa á í dönskutímum forđum daga.

Ég hef ekki gripiđ til enskunnar ennţá og danskan hefur reddast, ţótt ryđguđ sé. Aftur á móti hef ég heyrt íslensku talađa margsinnis í dag og Íslendingar virđast vera helmingur túristanna á Strikinu. Bara á leiđinni af járnbrautarstöđinni ađ hótelinu, sem er ca. 500 m., mćtti ég tvívegis Íslendingum.

Ţađ er skítaveđur hérna í dag. Rigning og rok. Skítkuldi. Eftir ađ hafa arkađ um allt nágrenniđ í rúma fjóra tíma ligg ég núna undir sćng og reyni ađ ná upp hita. Náđi sem betur fer ađ halda mér ţurrum međ ţví ađ vera í hverri flíkinni yfir ađra. Ţegar ég fór ađ heiman til Keflavíkur var hagl og ţađ er víst búiđ ađ vera frost í allan dag á Íslandi.

Líkt og lög gera ráđ fyrir fékk ég mér pulsu í einum af pulsuvögnum borgarinnar. Valdi mig vinsćlan vagn og taldi mig ţar međ öruggan um ágćtan bita. Fékk einhverja verstu pulsu sem ég hef bragđađ. Minnti á SS-pylsu hitađa upp í örbylgjuofni daginn eftir síđasta söludag. Eftir ađ hafa labbađ í rigningunni lengi lengi ákvađ ég ađ gefa pulsusölum Kaupmannahafnar annan séns og fékk mér pulsu í öđrum vagni. Hún var bćrileg, enda var ég orđinn allt verulega svangur. Fékk mér ađra og sittist svo inn á kaffihús og skrifađi á póstkort. Ţar var kaffikrús á hillu innan viđ afgreiđsluborđiđ og mynd af Bill Clinton. Á spjaldi framan á hillunni stóđ: Bill Clinton drak af denne kop den 20. marts 2001 her i steden (ef ég man ţetta rétt).

Nú ţarf ég ađ fara ađ finna mér eitthvađ ađ borđa. Ćtli ég fari ekki á suđur-asískan stađ hérna rétt hjá. Reyni svo ađ komast ađeins á internetiđ, opna póstinn og kíkja kannski ađeins á MSN. Ćtla svo snemma ađ sofa. Flug klukkan eitt á hádegi á morgun. Lendi í Kaíró klukkan ađ ganga sex ađ kvöldi ţar. Tímamismunurinn er einn klukkutími (altso 3 tímar á undan Íslandi nćstu daga, ţangađ til vetrartíminn minnkar muninn í 2 tíma), svo ţetta er rúmlega ţriggja og hálfs tíma flug. Klukkutímanum lengra en Keflavík-Křben.

Mikiđ verđur gott ađ komast úr rigningunni í mannsćmandi hita. Lendi eftir sólsetur, ţannig hitinn verđur um 20 stig líklegast. Annars fer hann yfir 30 gráđur núna í Kaíró yfir daginn, búiđ ađ vera í heitara lagi. Nćsta mánuđinn fellur međalhitinn um nokkrar gráđur.

Hvađ um ţađ, ég ţarf ađ finna mér einhverja nćringu.
Agust skrifađi 18.10.04 19:30 (GMT+2)
(Íslenska)