nóvember 21, 2004

Fluttur

Helstu fréttir af mér eru að ég er fluttur! Flutti raunar á föstudagsmorgun. Er mjög sáttur við flutningana. Komst í fyrsta skipti síðan 18. október í virkilega góða sturtu, með stöðugum hita og sturtuhengi. Þvílíkur munaður!

Og guði sé lof fyrir BBC World! Ó hve sárt ég hef saknað þín!

Hverfið er rólegra, mun minni hávaði en lengra í almennilegt kaffihús. Og þar að auki er meðleigjandinn mun skemmtilegri.
Agust skrifaði 21.11.04 21:15 (GMT+2)
(Íslenska)
Comments

sæll frændi
en saknaru ekki íslenska vatnsins....mmm það er sko bezt í heimi ;)
skrítið hvað sjálfsögðustu hlutir hér heima eru þér munaður þarna úti....öss hvað mar er heppinn að búa á íslandi
kv.Stína frænka

stina skrifaði 22.11.04 20:36

ps
flottar myndir....hrikalega sorglegt að sjá þetta krot....helv.túristar

stina skrifaði 22.11.04 20:40

Til hamingju með að vera fluttur
kv. mamma

ragnheidur skrifaði 22.11.04 21:23

Gott að heyra að þú sért ánægður með dvölina í Kairo. BBC, kaffihús eða smá kuldi gerir ekkert til, njóttu þessa bara að vera ungur og vera til :-)

Kveðjur af klakanum
XD

Didda skrifaði 24.11.04 10:23