desember 19, 2004

Topp 10 listinn yfir hvað fólki hérna finnst merkilegast að heyra um Ísland

10. Það búa jafn margir þar og á Zamalek eyju, sem er eitt af minnstu hverfunum í Kaíró.

9. Það er enginn her nema sá bandaríski - og þegar Bretar hernámu landið í seinna stríði sendi ríkisstjórnin skrifleg mótmæli, af prinsipástæðum.

8. Næsta sendiráð landfræðilega er í Vín í Austurríki.

7. Fyrirsvar gagnvart Egyptalandi er í sendiráðinu í Osló í Noregi.

6. Þingmenn landsins eru flestir í símaskránni.

5. Eina "stríð" landsins snérist um þorsk - og var unnið gegn breska heimsveldinu.

4. Þjóðlegir réttir landsins minna á Fear Factor ógeðisleiki - en allir borða hann af þjóðræknisástæðum, a.m.k. einu sinni á ári.

3. Ráðherrar svara sjálfir emailum.

2. Bjór var bannaður þar til fyrir 15 árum síðan og kostar 8-9 dollara á bar í Reykjavík.

1. Ef þú ferð í sund í morgunsárið á Seltjarnarnesinu gætirðu hitt forseta lýðveldisins - allsberan (í sturtunni karla megin).
Agust skrifaði 19.12.04 02:56 (GMT+2)
(Íslenska)
Comments