janúar 24, 2005

Veðurfréttir

Það verður hitabylgja í Kaíró í vikunni. 25 stiga hiti á fimmtudaginn (23 á miðviku- og föstudag).
Síðan kem ég um helgina næstu og hitinn verður þá aftur fallinn í 18-19 stig. Og þetta eru allt hæsta hitastig yfir daginn (sem í Kaíró er yfirleitt síðdegis). Hitinn mun fara niður í 9 stig í morgunsárið í upphafi næstu viku. Morgnarnir eru ótrúlega kaldir.
Ekki aðeins að ég missi af hitakastinu í Kaíró heldur fæ ég sérdeilis kalt veður í London. Á morgun verður 1-2 stig, 4-6 stig dagana þar á eftir og upp í 9 gráður þegar ég fer á föstudaginn (hámarkshiti). Það verður aftur á móti næsturfrost (!) á þriðjudag og miðvikudag og litlu skárra hin kvöldin.
Kuldinn eltir mig. Er ekki nóg að ég er búinn að eyða 1/3 af tímanum mínum heima undanfarinn mánuð í rúminu vegna kvefs og hálsbólgu.
Það er eins gott að ég tek með mér sæng núna. Veitir ekki af í Kaírókuldanum.
Annars fer þetta að skána um miðjan febrúar og orðið mannsæmandi veður í mars.
Agust skrifaði 24.01.05 04:59 (GMT+2)
(Íslenska)