apríl 27, 2005

Thai og Little Britain

Í kvöld bauð ég Gavin og Aishu í tælenskan mat. Eldaði krabba-grænkarrýsúpu í forrétt og svo var mín útgáfa af "kao pad ped" í aðalrétt. Steiktar smáttskornar kjúklingabringur með grænmeti og hrísgrjónum og auðvitað vel rúmlega af sætchillisósu (sú sem ég fann í Metró súpermarkaðinum hérna er jafnvel betri en þessi frá Thai Choice sem ég kaupi alltaf heima).

Kílóið af kjúklingabringum í dýrum súpermarkaði sem stílar inn á hina ríku og útlensku kostar um 300 krónur íslenskar. Er nema von að það er strax kominn söknuður í mann að vera að fara héðan.

Eftir matinn borðuðum við bestu súkkulaðiköku í heimi (frá Marriott bakaríinu) með heitum vanillubúðingi úr dós sem G+A keyptu í Dúbaí.

Og horfðum á Little Britain. Eitthvað fyndnasta sjónvarpsefni sem ég hef séð. Horfði á fjóra fyrstu þættina. G+A keyptu 1. seríuna á dvd í Dúbaí og ætli ég sjái ekki seinni helminginn af henni á morgun eða hinn. Matt Lucas og David Walliams eru augljóslega snilldar grínistar.
Agust skrifaði 27.04.05 04:25 (GMT+2)
(Íslenska)