apríl 30, 2005

Sprenging í Kaíró

Fyrir u.þ.b. tveimur klukkutímum var gerð sprengjuárás á stoppistöð rétt hjá Egypska safninu í Kaíró. Samkvæmt því sem ég hef heyrt var einnig sprenging við Citadelluna.

Skv. fréttum dó einn Egypti, sem jafnvel er talinn árásarmaðurinn, þrír Egyptar særður og fjórir útlendingar. Tveir Ísraelar, einn Ítali og sá fjórða fórnarlambið ku vera annaðhvort sænskt eða rússneskt.

Mamma, pabbi og systir mín eru að koma með flugi frá Kaupmannahöfn eftir rétt rúman klukkutíma. Það verður gaman að segja þeim tíðindin. Gæti hljómað einhvern veginn svona:
Og þarna á hægri hönd undir brúnni fyrir framan Ramses Hilton var sprengjuárás gerð um fjögurleytið í dag. Fjórir túristar slösuðust. Þarna við hliðina á er Egypska safnið sem við ætlum að heimsækja ekki morgun, heldur hinn. Nema auðvitað að þeir loki því af öryggisástæðum. Hótelið hinum megin við safnið er svo Nile Hilton, þar sem þakterrasið er eftirlætisstaðurinn minn í miðbænum að heimsækja, fá sér einn kaldan eða mintute eftir skapi og hitastigi og horfa á sólina setjast ofan á Pýramítana.
Þarna rétt hjá, hinum megin við ánna, er svo fyrsta íbúðin sem ég bjó í hérna í október og nóvember.
Ha? Nei, ég er ekki hræddur. Ég var það allavega ekki fyrr en í dag, þegar þið komuð. Núna finnst mér ég vera með stóran túristastimpil á enninu og veit ekki hvað mér á að finnast... Já, við förum alveg að koma heim.
Viðbót: Og nú hefur komið í ljós að árásin við Citadelluna var með þeim hætti að tvær huldar konur skutu að rútu með túristum, þrír særðust lítilsháttar. Lögreglan við Citadelluna skaut aðra árásarkonuna til bana og særði hina.
Agust skrifaði 30.04.05 17:59 (GMT+2)
(Íslenska)
Comments

Erum í sjokki eftir að hafa lesið bloggið. Eins gott að þetta sé afstaðið þegar familyan kemur frá Íslandi. Eru nokkrar líkur á að þetta endurtaki sig? Er vitað af hverju þær gerðu þetta?
Skjallan fékk að éta í gær :)
Vonum að allt gangi vel hjá ykkur og farið þið varlega.
Kv.
Vala og Rakel

Vala og Rakel skrifaði 30.04.05 19:52

Farðu varlega, kæri vin! Passaðu þig á strætóunum.

Hjalti skrifaði 02.05.05 00:17

Þú ferð ekki að lenda í einhverju rugli þarna úti...

alveg bannað

Strumpakveðjur :)

Strumpurinn skrifaði 02.05.05 03:07

Hverning væri að halda áfram ferðasögunni. Á Íslandi er kominn 2. maí! :)
Gangi ykkur allt vel og gaman væri að fá að hreyra frá ykkur.

Vala skrifaði 03.05.05 01:39