júní 17, 2003

17. júní

Gleðilegan þjóðhátíðardag :)

Var í því í dag að hjálpa Hemma félaga mínu með útidagskrána í Garðabænum og komst að því (þrátt fyrir almennt viðhorf) að börn úr Garðabænum geta actually hegðað sér alveg ágætlega. Var að tryggja krakka í kókkassaklifrinu og sá sem náði hæst náði 18 kössum. krakkarnir voru svona venjulega að ná í kringum 10-12 kassa.

Gaui félagi minn kom í heimsókn og var eitthvað að tjatta við mig þegar sá sem náði mestu var að klöngrast og ég var ekkert að taka eftir því að það væri einhver á hinum enda línunnar sem ég var að tryggja, þannig ég var ekkert að hafa bandið strekkt. Svo kvaddi Gaui og strákurinn var kominn upp í 11 kassa og þvílíkur hópur fólks að horfa á hann klifra og þá fattaði ég að ég þyrfti að strekkja. Hefði hann dottið þá hefði hann hrunið niður einhverja 3-4 metra fyrir framan hálfan Garðabæinn án þess að ég hefði getað gert neitt :s... Svona er maður utan við sig stundum

Svan

Svan skrifaði 17.06.03 21:20
Comments

Það er eitt að senda fólki sms það er annað að senda fólki sms klukkan 2:00 um hvað söngvarinn í Clash hét. Maður spyr sig hvort ungviðurinn í dag hafi ekkert betra að gera klukkan tvö aðfaranótt 17 júní annað en að spá í dauðu fólki og bögga sér eldri og vitari. bæ the way þá heitir hann Joe Strummer. Já það byrjaði á S

Posted by: Bubba at 18.06.03 03:31

Ekki vissi ég að þú værir orðinn svona hrikalega gamall. Síðast þegar ég böggaði þig svona seint að nóttu til þá varstu að passa myndir á Austurvelli og leiddist einhver ósköp þannig ég hélt að ég væri að gera þér greiða með því að sýna þér smá athygli, greyið mitt...

Posted by: Svan at 18.06.03 08:20
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?