júní 25, 2003

Tölvufatlað fólk

Það er svo gaman að heyra samstarfsfélaga mína vera að tala í síma við viðskiptavini sem kunna gersamlega ekki neitt á tölvur og fara í gegnum svona basic stöff með þeim. Sérstaklega þar sem þeir sem vinna hér eru allir makka menn á meðan að mikill meirihluti (eiginlega allir) tölvufötluðu einstaklingarnir eru PC fólk þannig að samskiptin eru oft frekar stirð.

Skemmtilegast er þegar að sá sem er að tutor-a er alveg að fara að missa þolinmæðina en er að reyna að rembast við að halda skapinu niðri. Mér finnst þetta actually gaman þegar einhver svona hringir með eitthvað imba vandamál, ég á oft erfitt með að hlæja ekki að viðkomandi. Um daginn þá talaði ég við mannesku sem vildi fá senda mynd í gegnum e-mail og ég spurði hana í hvernig gæðum hún vildi fá hana og hún sagði sem mestum. Ég bjó til skjal sem var í kringum 12mb hi-res mynd og spurði hvort e-mailið hennar réði ekki örugglega við 12mb skjal og jújú, það væri ekkert mál. Ég sendi þetta og fékk svo hringingu nokkru seinna þar sem konan var að furða sig á því af hverju tölvan hennar lægi nánast niðri þegar hún væri að taka á móti þessum pósti. Ég spurði hvort hún væri ekki örugglega með góða nettenginu, og hún sagðist vera með mjög fína tenginu en spurði svo hvort að 56k módem væri ekki með því betra í dag...

Ég þurfti svo að vanda mig að hlæja ekki beint upp í opið geðið á henni :þ

Svan

Svan skrifaði 25.06.03 14:57
Comments

Mér finnst svona fólk alveg viðbjóðslega fyndið.

Þykir samt ekki mjög fyndið að það er fullt af fólki sem heldur að það megi hringja hvenær sem er sólarhringsins í mig og haffa og biðja um fáránlegustu ráð...

Fengum rosa góða símhringingu um daginn, nánar tiltekið kl 8 um morgun um helgi!!! Þá var það ákveðinn frændi sem var alveg í öngum sínum yfir því að pósturinn hans væri "týndur". Eftir langt samtal komumst við að því að hann væri hreinlega í vitlausu forriti. Þegar var búið að opna rétta forritið þá var allt á sínum stað ;)

Posted by: Vera at 26.06.03 11:25

Við lendum fáránlega oft í svona löguðu. Sérstaklega miðað við að við vinnum í prentsmiðju, ekki við tech-support :)

Svo er þetta venjulega svo obvious stuff að það er alveg ótrúlegt...

Posted by: Svan at 26.06.03 13:20
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?