júní 26, 2003

Útilegurnar sem ég ætla að fara í í júlí

Ég sé fram á að fara í þrjár útilegur núna í júlí :) Fyrst þá fer ég fyrstu helgina í júlí í Þórsmörk með nokkrum félögum mínum á vegum hársveinafélagsins. Það er reyndar enn verið að möndla ferðina því óvíst er að farið verður á annað borð því það var svo léleg mæting í fyrra. Ástæðan fyrir þessari lélegu mætingu var sú að Ingó var ekki á landinu í fyrra og því var okkur (s.s. mér og mínum vinahóp) ekki boðið, en við vorum þrír fjórðu af ferðinni í hittífyrra.

Svo er það útilegan á vegum skólafélagsins á Bifröst sem verður 11-13 júlí. Miðað við þá sem ég hef talað við þá er ágætis stemming fyrir útilegunni. Þriðju helgina í júlí er það svo þriggja daga rafting niður Austari Jökulsá, en það er reyndar eitthvað vinnubögg því ég og Geiri vinnufélagi verðum einir í forvinnslunni hérna þá vikuna og ég held að það sé ekkert voðalega vinsælt ef við förum báðir skömmu eftir hádegi á föstudegi.

Svo veit maður ekki með Verzlunarmannahelgina, á maður að fara til Eyja eða ekki?

Svan

Svan skrifaði 26.06.03 09:23
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?