júlí 01, 2003

Hljómsveitirnar í eyjum

Veit einhver hvort búið sé að gefa upp hvaða hljómsveitir verða á þjóðhátíð þetta árið? Ekki það að ég hafi farið undanfarið fimm ár út af gríðargóðu tónlistarúrvali sem þjóðhátíðin hefur upp á að bjóða. Eina góða hljómsveitin sem ég man eftir var færeyska bandið sem spilaði á litla sviðinu nánast allan tímann held ég árið 2000, ég hef aldrei séð jafnmikið úthald í einni hljómsveit, og gítarleikarinn gat hrist endalaust magn klettasólóa úr erminni eins og ekkert væri.

Svan

Svan skrifaði 01.07.03 09:10
Comments

já thad verda sálin, á móti sól, skítamórall allavegana... sídan treystir madur alltaf á litla svidid:)

Posted by: Dussý skvís at 01.07.03 14:39

Jamm, það er alltaf mesta stuðið þar :) (fyrir utan árið sem að Geirmundur var með skagfirska sveiflu :þ)

Posted by: Svan at 01.07.03 15:42

Ég held að Hippabandið eigi að vera á litla sviðinu í ár og samhliða því einvher hippahátíð.

Posted by: Þói at 02.07.03 20:49
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?