júlí 04, 2003

Fáránleg tilhugsun

Ég fæ það stundum á tilfinninguna að ég sé búinn að skoða allt á netinu. Þegar ég er kannski að fara vefsíðuhringinn minn í annað skiptið, þá poppar þessi hugsun upp venjulega "jæja, þá er ég búinn að skoða internetið". Nánast beint á eftir þessari tilhugsun kemur..."Nei Svan, það er ekki hægt að vera búinn að skoða allt internetið".

Samt flýgur þessi hugsun reglulega í gegnum hausinn á mér.

Svan

Svan skrifaði 04.07.03 01:37
Comments

Láttu mig þekkja það. Þegar maður er búinn að skoða allt internetið er ágæt afþreying að brjóta næstu umferð upp með því að kommenta í gríð og erg á þær vefsíður sem verða á vegi manns. (hvað er ég t.d. að gera núna)

Posted by: Anton at 04.07.03 04:14

hef lent í þessu sjálfur oft... í eitt skiptið fór ég á vefsíðuna www.is (já vaff, vaff, vaff punktur is, ekkert annað) og þar er víst hinn eiginlegi endir á internetinu.

Posted by: bragi at 04.07.03 19:06
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?