júlí 08, 2003

Þjóðhátíðarlagið

Þjóðhátíðarlagið er óvenjulega mikið krapp í ár. Textinn er ömurlegur og lagið verra. Lögin undanfarin ár hafa svo sem ekkert verið neitt stórfengleg tónsmíð, en þau hafa venjulega uppfyllt bæði skilyrðin sem þjóðhátíðarlög þurfa að uppfylla:

1. Catchy viðlag.
2. Að hinn meðalmaður getur(/hefur áhuga) sungið með laginu.

Þetta lag gerir hvorugt, því viðlagið er nánast ekki til staðar og það er í þokkabót nokkuð erfitt að syngja það. Ekki það að þjóðhátíðarlagið sé að fara að eyðileggja fyrir mér þjóðhátíðina. Gekk frá miðakaupum í hádeginu í dag :)

Svan

Svan skrifaði 08.07.03 13:38
Comments

Mikið er ágætt að þú kannt að meta catchy viðlög í góðu froðupoppi. Ég verð því miður að taka undir með þér að þetta er frekar slappt lag. Það verður því treyst á eldri þjóðhátíðarlög í Herjólfsdal þetta árið.

Posted by: Anton at 08.07.03 13:49

Jamm, catchy viðlög í froðupoppi er einmitt ávísun á gott lag...

Posted by: Svan at 08.07.03 13:51

*oblivious to the obvious sarcasm*
Skv. þessari kenningu er Xanadu gott lag :)

Posted by: sigga at 08.07.03 14:29

Xanadu er alveg á topp listanum mínum yfir bestu lög ever, rétt á eftir laginu úr Never Ending Story...

BTW, ég veit ekki einu sinni hvað kaldhæðni er!

Posted by: Svan at 08.07.03 14:52

Þemalagið úr Never Ending Story er ágætt til alls

kyns brúks. Á við ýmis tækifæri. Tildæmis má

syngja "The Neverending Kaaakaaa" þegar dílað er

við 30 metra langa köku. "The Neverending

Uuuuppvaaask" þegar dílað er við uppvask eftir át

á 30 metra langri köku.

Það er líka hægt að syngja þemalagið úr sænsku

teiknimyndinni "Ferðin til Melóníu" þegar maður

er að skera melónur. Viðlagið er mjög

catchy: "Mel-onia, Mel-onia". Einnig má syngja

það þegar éta skal melónuna. Þannig að þú skalt

hafa með þér melónu á þjóðhátið. Þá geturðu

sungið Meloniu-lagið. 8) Problem solved.

Posted by: Sibba at 08.07.03 23:13
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?