júlí 10, 2003

Búinn að gefast upp

Ég hreinlega nenni ekki að bíða mikið lengur með að panta mér miða út til Japans. Ég er eiginlega búinn að gefa það upp á bátinn a ð ég og Bendt getum ferðast út saman. Upplýsingarnar sem við fáum að utan eru gjörsamlega engar, en þeir eru búnir að lofa að gefa okkur upp hvenær farið er bókað fyrir Bendt viku fyrir brottför og þá er það of seint fyrir mig að bóka far.

En mikið nenni ég ekki að sitja einn í flugvél í þetta marga klukkutíma :(

Svan

Svan skrifaði 10.07.03 09:19
Comments

Hæbb
Ég held að það sé best fyrir ykkur að biðja þau á skrifstofunni um e-mail hjá AIEJ stofnuninni en það eru þau sem að sjá um að bóka. Við flugum með Flugleiðum til Köben og svo SAS frá Köben til Tokyo (Narita Airport). Það er bara eitt flug á dag frá Köben til Narita með SAS þannig að það ætti að vera auðvelt að bóka í það á heimasíðu SAS (sas.se)Ég man ekki með hvaða félagi við fórum frá Tokyo til Sapporo en ég man bara að ég hélt að flugvélin myndi hrapa á leiðinni,,, þvílík læti:)en það eru fullt af vélum þar á milli á hverjum degi. Tékkaðu hvort að það gengur að fá e-mail hjá AIEJ og ef ekki þá skal ég athuga hvort að ég get babblað eitthvað á nihongo við þær á skrifstofunni...

Posted by: Maja at 13.07.03 05:55
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?