júlí 17, 2003

Það er Dalún dagur í dag...

Fyndið hvernig sumar auglýsingar festast í manni alltaf. Þær auglýsingar sem maður man efti r í lengri tíma eru flestar með einhverju catchy lagi eins og til dæmis Dalún vorrúllu auglýsingin frá því í gamla, gamla daga sem og Ljóma auglýsingin með ríó tríóinu (lagið er actually í mörgum útilegu söngbókum). Sú auglýsing sem ég man einna mest og best eftir var auglýsingin frá Alaska þar sem það kom einhver mjúk rödd og sagði: "Hvar færðu allar gjafavörur, blóm og kransa?" og þá kom hópur af börnum: "Í Alaska!" og svo komu nokkrar svona spurningar í viðbóg og alltaf komu krakkarnir og sögðu "Í Alaska!"...

Þetta var virkilega vond auglýsing. Var minnir mig kosin versta útvarpsauglýsing á síðasta aldarfjórðung af einhverjum gaurum árið 2000.

Svo var náttla snilldin í svala auglýsingunni þar sem allir voru alveg ofur eighties og svo break ís sem var afar fyndið concept.

Svan

Svan skrifaði 17.07.03 10:01
Comments

ég held samt að nýja auglýsingin frá eden í hveragerði muni slá öll met í "vondu auglýsinga keppninni"
þvílík hörmung!!!

Posted by: BirnaRún at 17.07.03 14:40

Eða hið sígilda: "Myllu myllu myllu myllu (myllu myllu myllu myllu) myllu myllu myllu myllu, Myllukökur, Myllubrauð (Myllukökur, Myllubrauð).

Posted by: Sibba at 17.07.03 16:10

Var að muna eftir einni alveg hrikalegri. Muniði eftir þarna dömubindaauglýsingunni þar sem herskari af konum var að valhoppa hjá einhverjum fossi og mesta happý lag í heimi var undir. Hrikaleg auglýsing.

Posted by: Svan at 17.07.03 16:25

úff.... það var terrible....

manstu ekki eftir "stu... stu... studioline".
nú er reyndar komin auglýsing frá þeim sem minnir einmitt á þessa gömlu með því að segja... "ekki aðeins frábærar auglýsinar (hver dæmi fyrir sig) heldur einnig frábærar vörur!

..eða ein auglýsing sem ég gleymi aldrei sem var í hverju einasta auglýsingahléi á óskarsverðlaunahátíðinni fyrir nokkrum árum... það var verið að auglýsa Majorica perlurnar... og lagið algjör viðbjóður.... "It's Mahorikka"...

still shivering

Posted by: erla perla at 17.07.03 17:08

Studioline auglýsingarnar voru hrikalegar. Vá hvað ég man eftir þeim :)

Shit hvað það er mikið magn af vondum auglýsingum. Eggin töluðu um eina af þeim verstu, Air-Wick.

Posted by: Svan at 17.07.03 18:00

Ég held að fólk sé að gleyma verstu auglýsingu eeever..
Auglýsing fyrir svar!:
*Píp*
Hún: Hvað var þetta?
Hann: Ég var að fá tölvupóst
Hún: ha? Engar snúrur?
Hann: Þráðlaust...
*Sími hringir*
Hann: Geturu svarað?
Hún: Þráðlaust líka?
Hann: Já, allt þráðlaust..

Þetta leikið af verstu leikurum á landinu.

kv.

Posted by: Valur at 17.07.03 18:17

Það er rétt.... þó að Svar auglýsingin sé ný þá er hún þegar orðin klassík. Persónulega finnst mér síðan bílaauglýsingarnar hans Bubba vera á leiðinni í hallærisklassík. Gaur sem gerir nkv. ekki neitt allt árið heldur lifir bara á Stef gjöldum að tala um hvað það sé gaman að keyra upp um fjöll og firnindi á sama tíma og allt heiðarlegt fólk er í vinnu. URGH.

B.t.w. hvað varð um allar dömubindaauglýsingarnar. Einu sinni var ekki hægt að kveikja á sjónvarpinu án þess að hallærisleg auglýsing um vellíðan á nóttinni flæddu yfir mann. Núna eru þær alveg horfnar.

Posted by: Strumpurinn at 18.07.03 02:14

heii... bannað að dissa bubba auglýsingarnar... hehe segi svona. annars eru líka allar sjampó og háreyðingavöru auglýsingar hræðilegar!!! alltaf döbbaðar með sömu ljótu röddunum..

...ein snilldar auglýsing, sem er nýfarið að sýna er auglýsingin með Sveppa & Eið Smára.. hehe

Posted by: erla perla at 18.07.03 10:41

btw.... svar auglýsingin var algjör óbjóður!!!

Posted by: erla perla at 18.07.03 10:42

Jamm, hún er nokkuð góð en á hins vegar á hættu að verða ofspiluð, ef hún verður notuð þangað til að enski boltinn byrjar.

Posted by: Svan at 18.07.03 11:41

Er fólk í alvörunni að gleyma magaæfingatækis auglýsingunni !!
Þrír gaurar sitja í sófa og horfa á boltann í sjónvarpinu og inn kemur kona í algjöru sjokki og segir; STRÁKAR !! ætluðu þið ekki á æfingu ?!?!?
Þá hoppa þeir upp og vippa upp um sig bolunum og þar er magaæfingatækið á fullu og þeir segja; Við erum að æfa !!
Þessi er bara rosalega hræðileg verð ég að segja...þau fá plús fyrir að reyna að leika

Posted by: Tótla at 18.07.03 14:48

Ég sá aldrei þessa auglýsingu! Vá hvað hún hljómar hræðilega. Hvað er hún gömul?

Posted by: Svan at 18.07.03 15:44

Djókið er að hún er ekkert svo gömul...nokkra mánaða held ég bara eða í mesta lagi eins árs

Posted by: Tótla at 20.07.03 10:56

já shit... hún var ógeðsleg!!!

Posted by: erla at 20.07.03 13:32
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?