júlí 22, 2003

Ljúfur dagur og yfirsvefn

Mætti í vinnuna, vann í klukkutíma, fór heim, svaf í tvo og er svo að fara í veiðitúr í hádeginu. Kem á seinnipartinn á morgun heim :)

En ég held að ég sé búinn að fullkomna listina að sofa yfir sig. Ég lagði mig í dag eftir vinnu, sem átti eingöngu að vera klukkutíma leggur, vegna þess að ég átti að vera sóttur klukkan tólf. Ég gerði ráð fyrir að ég myndi ná á þessum einum tíma og 20 mínútum að: (a) taka til í húsinu því foreldrarnir koma heim á morgun, (b) fara í sturtu, raka mig etc og (c) taka mig til í veiðiferðina því ég var ekki einu sinni byrjaður á því. Ég vaknaði klukkan korter í tólf, klukkustund seinna en ég ætlaði mér! (og er að eyða tímanum í að blogga í staðinn fyrir að gera allt það sem ég á að vera að gera :p)

Svan

Svan skrifaði 22.07.03 11:51
Comments

Hmm... klukkutími og tuttugu mínútur er u.þ.b. tíminn sem ég þarf fyrir b-lið :)

Posted by: Ágúst at 22.07.03 16:28

Yup, and the results are stunning!

Posted by: Svan at 23.07.03 19:29

híhíhihí

Posted by: vera at 23.07.03 21:47
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?