júlí 28, 2003

Jæja, þá er búið að taka Dússý systir í gíslingu

Leigjandinn hjá Dússý og þeim missti það gjörsamlega í dag. Leigusamningnum lauk í dag og eiga þær eftir að vera tvo daga í viðbót úti og voru þær búnar að redda sér gistingu hjá vinkonum sínum þangað til á miðvikudaginn. Svo þegar þær voru að yfirgefa íbúðina, búnar að taka til og svona, og þrjár farnar með leigubíl í burtu og Dússý og ein önnur sátu eftir að bíða eftir leigjandanum sem átti að koma um hádegið, en hún mætti einhverjum klukkustundum of seint og eipaði gjörsamlega á þær. Það var allt að, innstungur ónýtar, brotin glös etc en þó aðallega einhver ísskápshurð og ætlaði hún að rukka þær um 360 evrur (um 32.000 kall ísl) fyrir þetta.

Þær náttla neituðu, enda keyptu þær sér tryggingu upp á 45 evrur á haus (sinnum fimm gera 225 evrur sem er um 20.000 kall ísl). Hún hótaði að hringja á lögguna ef þær myndu ekki borga. Þær sögðu henni að hún mætti alveg hringja á lögguna þeirra vegna því þær væru með þessa tryggingu og ættu því að vera safe. Kellingin tók þá af þeim lyklana og læsti allan farangurinn þeirra inni í herbergi, fyrir utan tvo nánast batteríislausa síma, lappann hennar Dússý og vídeókameru (spurning hvort systa hafi verið jafndugleg að taka upp á vídjó þetta eip hennar eins og síðast :þ).

Núna sitja þær út á götu að bíða eftir að löggan kemur (þær hringdu í hana) að hleypa þeim inn í íbúðina eða eitthvað. Ég held reyndar að vinkona þeirra í sama húsi hafi hleypt þeim inn á tímabili því hún vorkenndi þeim þarna úti á götu, en leigjandinn varð þá brjáluð út í þessa vinkonu þeirra fyrir að hafa gert það. Þannig ég veit ekki alveg hvort þær séu ennþá þar.

Spurning hvort að vegabréfin þeirra sé ennþá inn í íbúð, þau eru það ábyggilega. Þær eiga flug heim aðfaranótt miðvikudags :s

Svan

Svan skrifaði 28.07.03 13:23
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?