júlí 30, 2003

Þreyta...

Ég hef sjaldan verið jafn þreyttur á ævinni! Það vonda við þetta er það að ég drekk ekki kaffi og ekki heludr kók þanni g ég hef ekki neina leið til að gera vinnudaginn auðveldari nema þá að svolgra í mig orkudrykki allan daginn.

Eða þá jafnvel að leggja mig einhverstaðar út í horni, en ég held að það sé ekkert alltof vel séð.

Svan

Svan skrifaði 30.07.03 09:44
Comments

Það er bara svona... og hvað orsakar þessu miklu þreytu?

Posted by: Stóra egg at 30.07.03 11:42

Epli... éttu epli. Það á að hafa einhver efni sem halda þér betur vakandi en kaffi. Jamm... þetta hljómar fáránlega en þetta virkar.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 30.07.03 13:15

Koffein er yndislega (löglega) fíkniefnið sem þú færð. Ekkert, já ekkert, jafnast á við slurk af góðu, koffeinríku og ilmandi, kaffi þegar rífa þarf þreytuna af sér.

Aaaaah! Kaffi :-)

Ef þú ert kettlingur og neitar að sætta þig við að kaffi er mikilvægasti hlutinn af morgninum, þá mæli ég með að þú fáir sér hálfan pakka af bláum Extra tyggjói (og tyggir þangað til að mesta bragðið er farið úr því) - aðrar piparmyntugefandi afurðir má einnig notast við - og færð þér síðan virkilega vel kælt sódavatn á eftir. That should do the trick.

Posted by: Ágúst at 30.07.03 14:26

Fáðu þér tómat, það eru víst einhver óskaplega merkileg efni sem eiga að halda manni vakandi út í hið óendanlega í þeim.

Posted by: Litla Egg at 30.07.03 15:39
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?