ágúst 12, 2003

Hello, are you mister John Swane?

Fékk símtal frá Tokyo í dag þar sem var verið að bjóða mér að hvítþvo peninga. Venjulegt fólk fær meila frá Nígeríu en ég fæ símtöl frá Tokyo. Í fokking gemsann minn og þar sem ég var í kringum tuttugu mínútur að losna við þessa kellingu þá verður þetta frekar dýrt símtal.

Anywho þá hringdi hún í mig eftir að hafa verið að hringja endalaust í prentsmiðjuna og mamma á endanum gaf henni gsm númerið mitt því að "ég ætti auðvelt með að losna við hana". Þessi kona hún pósaði sem fjárfestingafyrirtæki frá Tokyo. Eftir að ég var búnað sannfæra hana um að ég væri námsmaður með götótta vasa og því engan pening til að fjárfesta í einu né neinu þá vildi hún samt halda áfram að tala við mig, og þá hringdu nokkrar viðvörunarbjöllur. Svo kom spurningin: "Can you handle fifty thousand american dollars" og ég svaraði að ég ætti ekki svona mikinn pening, en þá var það ekkert issue heldur eingöngu hvort ég gæti "handle" svona mikinn pening og þá fattaði ég að þetta væri hvítþvottur og lagði svo á.

Þessi kona var hins vegar með skuggalega miklar upplýsingar um mig. Reyndar tókst henni að klúðra nafninu mínu alveg svakalega en hún stafaði það fyrir mig eins og hún var með það skrifað niður og það var "John Swane" sem er náttla alveg off. Það sem gerði mig alveg brjálaðan í sambandi við þetta var það að hún endaði hverja einustu setningu á orðunum: "Mister John"...God hvað ég þoli ekki að vera kallaður Jón :þ hvað þá í tuttugu mínútur samfleitt af manneskju sem var frekar pirrandi fyrir.

Svo á ég von á símtali "from her managing director" á morgun, og ég býst við að það verði álíka langt helvíti :s

Svan

Svan skrifaði 12.08.03 00:07
Comments

Eftir mínum bestu heimildum þá er ekki rukkað fyrir að vera móttakandi á Íslandi (jafnvel þó að símtalið komi erlendis frá). Það ætti því ekki að kosta þig krónu.

En hef annars heyrt af þessum gaurum frá Tókíó áður, var einhver umræða um þetta í bloggheimum ekki alls fyrir löngu (ef ég man rétt). Hringja víst í fólk eldsnemma á morgnanna oft og blaðra við það.

Held að þeir séu ekki alltof sniðugir.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 12.08.03 01:28

Spurning hvort ég ætti að kalla þig Mr. John Duck. Nei varla, ég er ekki nógu vondur í mér til að snúa út úr nöfnum fólks.

Posted by: Anton at 12.08.03 01:40

En spennandi! :)

Posted by: Stóra egg at 12.08.03 09:08

Já ég fékk svona símtal, kl hálf átta um morgun!!!! Ég var ekki mjög sátt.

Posted by: Vera at 14.08.03 18:38

Hm, var þetta það sem kom fyrir mig úti í Þýskalandi þegar ég vildi ekki svara símtali frá +160000?

Posted by: Árni at 15.08.03 19:04
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?