ágúst 18, 2003

Bjór síðan verslunarmannahelgin '98

Var að róta til í herberginu mínu um daginn (nánar tiltekið upp á háalofti sem er í herberginu mínu) og fann þar tösku með kippu af bjór í. Þá fór ég að rifja upp hvaðan þessi bjór væri, og jú síðan fyrstu þjóðhátíðarinnar minnar...þeirrar sem ég tapaði öllu áfenginu mínu á laugardagsmorgni nema þessarar ágætu kippu sem ég ætlaði að geyma fram á sunnudagskvöldið en gat ekki drukkið sökum verstu þynnku á ævinni, en það er önnur (og lengri) saga.

Ég er búnað vera tvístígandi í ágætis tíma hvort ég eigi að þora að drekka þennan bjór. Samkvæmt pakkningunum þá er hann víst útrunninn einhverntíman seint á árinu 2000 og eru það þá að verða 3 ár síðan. Ég vil ekki vera þekktur fyrir að henda bjór, en ég vil heldur ekki drekka þennan bjór. Hefur einhver áhuga á að fá kippu af bjór gefins? :þ

Svan

Svan skrifaði 18.08.03 19:39
Comments

sökum þess að enginn býður sig fram í að taka hann hef ég ákveðið að bjóða Dag fram í að taka bjórinn, veit að hann kynni að meta hann :)

Posted by: bragi at 19.08.03 00:36

Þú kannski lætur okkur líka vita hvernig fer, þeas hvort fórnarlamb bjórtilraunarinnar lifir af :P

Posted by: Vera at 19.08.03 09:08

Já og ég gleymdi alveg... ef hann lifir af... þá er ég nokkuð viss að ég á eldri bjór inní geymslu. Það var nefnilega ákveðinn aðili sem ég þekki að SAFNA skrítnum bjórdósum hér í denn, og ég er nokkuð viss um að þær séu allar orðnar yfir tíu ára :P

Þannig EF hann lifir af... þá getum við prófað 10ára bjór næst :P

Múhahahha

Posted by: Vera at 19.08.03 09:11

Ég smakkaði reyndar einn um daginn. Hann var alveg vel drekkanlegur, reyndar smá rammt bragð af honum :s

Posted by: Svan at 19.08.03 13:25
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?