ágúst 29, 2003

Blóð, sviti og bananamjólk

Vá hvað það var gott að sofa í rúminu sínu í nótt. Mig dreymdi reyndar frekar súran draum, þar sem á tímabili þá drekkti ég Megasi á einhverju nesi í BNA, lét handtaka mann sem ýtti á alla takkana í lyftunni sem ég var í eingöngu til að pirra fólk, svo heilsaði Björk mér á tímabili á götu í New York (hvað við vorum að gera þar veit ég ekki)...

Annars þá missti ég held ég af dúndur djammi á Bifröst í gær. Grillveisla og svo skálakvöld. Þetta var í þokkabót fyrsti fimmtudagurinn, þannig það segir mér eitthvað að það hafi verið ágætis stemming í gær. Ég kom bara svo seint að ég komst ekki uppeftir... :(

Svan

Svan skrifaði 29.08.03 09:44
Comments

ég segi bara alveg eins og er... þú misstir af rosalegu djammi... og bara góðri stemmingu... grillveislan og kvöldið var rosalegt :)

treysti á að þú mætir fljótlega uppeftir...

Posted by: bragi at 29.08.03 19:03

Jamm, maður getur ekki sleppt mörgum fimmtudögum í viðbót, það er bara ekki hægt...

Posted by: Svan at 29.08.03 19:23
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?