september 19, 2003

Why, oh why?

Af hverju í andskotanum var mér ekki sagt að það væri vinstri umferð í Japan???

Svan

Svan skrifaði 19.09.03 11:13
Comments

LOL! Brá þér? ;)

[Besserwiss byrjar]

Annars held ég að ástæðan fyrir þessu séð sú að flestir óku á vinstri akreininni vegna hefðar frá riddaratímanum (væntanlega samúræjatímanum í Japan), þá var höndin með sverðinu (hægri) þeim megin sem þú mættir þeim sem á móti kom. Sömu pælingar lágu að baki því að stigar voru byggðir þannig að þeir snúast réttsælis, því þá er betra að verjast innrás. Annað gilti í burtreiðum, þá var skjöldurinn í vinstri hendi og sú hlið látin mæta andstæðingnum. Japanska hefðin er því væntanlega sú sama og sú evrópska, að vera vinstra megin við þann sem þú mætir.

Allavega, það er ekki ólíklegt að þetta hafi haft áhrif þegar fyrsti Toyota bíllinn var byggður eftir (stolinni) breskri hönnun í kringum 1930.

Svona upp á framtíðina að gera, þá eru helstu löndin utan Japan, UK og Írland þar sem ekið er vinstra megin (eftir minni): Indland, Pakistan, Bangladesh, Nepal, Bhútan, Thailand, Malasía, Singapúr, Indónesía, Brúnei, Hong Kong (held ég ennþá), Ástralía, Nýja-Sjáland, gömlu bresku nýlendurnar í Afríku frá Suður-Afríku í suðri norður til Kenýu, Súrinam og Guyana í Suður-Ameríku, Jamaíka og svo Gíbraltar, Kýpur og Malta í Evrópu.

Einsog sést á þessum lista eru þetta næstum allt gamlar breskar nýlendur. Þarna vantar aðallega smáar eyjur í Karabíska hafinu og Kyrrahafi.

Púff, rosalega líður mér vel að hafa fengið tækifæri til að besserwissast um þetta :-)

Posted by: Ágúst at 19.09.03 12:14

Þakka þér. Ég reyndar vissi um flest þessi lönd sem voru á þessum lista, en mér datt ekki í hug að Japanir keyrðu vinstra megin.

btw, það var mér mikill heiður að leyfa þér að besserwissast um þetta. Ef ég get einhvernvegin í framtíðinni sýnt fram á vanþekkingu mína á einhverju sviðiopinberlega til að leyfa þér að hella úr viskubrunni þínum um subjectið þá skal ég glaður gera það fyrir þig :þ

Posted by: Svan at 19.09.03 12:29

Svan... þegar þú kemur heim -- ekki keyra heim af flugvellinum. Treystu mér. Ég segi þetta afþví að mér þykir vænt um þ... ööhh.. hæj! :)

Ég kom frá Tælandi, þar sem ég keyrði einmitt ekki neitt, og keyrði heim... og það var mjööög furðulegt. :)

Posted by: Tolli at 20.09.03 01:23
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?