september 19, 2003

Lifandi umferðamerki

Það er alveg ótrúlega fyndið eitthvað að þegar það eru framkvæmdir á vegunum hérna í Japan þá eru menn/konur klæddar í gul vesti gerð úr endurskinsmerkum með ljósaperum á að veifa fánum til að láta vita hvar vegaframkvæmdirnar eru. Dag sem nótt. Það eru svona tvö hundruð skilti sem vara mann við og svo þegar maður kemur að þessu þá eru tveir til þrír aðilar að veifa fánum til að láta mann vita af framkvæmdunum, sem eru hvort eð er þakin skiltum út um allt. Ég veit ekki um tilgangslausara starf. Svo það fyndna við þetta allt saman er það að það eru stundum færri einstaklingar að vinna í vegavinnunni sjálfri heldur en eru að veifa fánum.

...en jú, þetta er atvinnuskapandi...

Svan

Svan skrifaði 19.09.03 12:00
Comments

Ég hef líka heyrt að "götuljósin" í Norður-Kóreu, Pyongyang þ.e.a.s., séu mjög mögnuð. Það eru semsagt ekki ljós heldur löggur sem stjórna umferðinni. Ekki aðeins er sama og engin umferð þar (nema örfáir Mercedes Benzar helstu valdamanna og sovéskir skrjóðar hinna fáu útvöldu) heldur eru víst allar löggurnar sem stjórna öllum gatnamótum þarna kvenkyns. Það er víst allt fallegasta kvenfólk Norður-Kóreu notað við umferðargæslu einhverra hluta vegna.

Þetta minnir mig reyndar á eftirminnilega grein sem ég las fyrir nokkrum mánuðum um n-kóreskar konur (sjá hér).

ps. Svan, ég lofa að þetta er síðasta besserwissið mitt í kommentakerfinu hjá þér ...í dag :)

Posted by: Ágúst at 19.09.03 15:55
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?