september 21, 2003

...he buzzes like a fridge, he's like a detuned radio...

Í næsta húsi fyrir neðan mig er tónlistarskóli. Í dag, mánudegi svona um 7:30 þá byrjaði trommuæfing. Hún var bloddy hávær. Ef ég væri ekki svona mikill morgunmaður (eins og ég er), þá yrði ég alveg brjálaður. Stelpan sem á heima við hliðina á mér er líka mikill Justin Timberlake fan og ef ég vil heyra hans undirfögru tóna þá er nóg fyrir mig að opna svaladyrnar hjá mér. Ég er hinsvegar að hlusta mikið á Tom Waits og Neil Young þessa dagana (plús OK computer) og hneykslaði það mjög þessa stelpur sitthvoru megin við mig, sérstaklega þó Tom Waits, því þeim fannst hann vera vægast sagt ömurlegur :)

Fólk hefur ekkert vit á tónlist ;)

Svan

Svan skrifaði 21.09.03 23:48
Comments

Þú verður að gera þér grein fyrir því elsku kallinn minn að þú ert komin í höfuðborg (land) píkupopsins. Þetta er þjóðin sem idoliserar allt sem er sykursætt og væmið.

Ohhhh þú átt eftir að fíla það SVOOOOOO vel, ef ég þekki þig rétt.

Posted by: Maja Bee at 23.09.03 01:14
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?