september 28, 2003

Regnhlífar

Ég og Bendt erum voðalega mikið út úr hérna í japan, því við eigum ekki regnhlífar. Það eiga allir(!) regnhlífar. Ef það er svo mikið sem ský á himni, þá ganga allir um með regnhlífar. Við fórum í svona tour um campusinn á föstudaginn síðasta og þegar einhver yfirmaðurinn stakk upp á því að fara út að skoða heilsugæsluna, þá sagði guide-inn okkar alveg beint frá hjartanu: "But it's raining" og setti upp svakalegan hvolpasvip svona til að grátbiðja hann um að neyða hann ekki út. Ég og Bendt erum náttla eins og alvöru Íslendingar og látum rigninguna ekkert á okkur fá og allt regnhlífarfólkið starir á okkur. Þeir sem eru það óheppnir að vera ekki með regnhlífar þegar þeir labba út nota eitthvað annað til að skýla á sér höfðinu. Ég sá stelpur nota stílabækur sem voru fullar af skrifuðum texta til að skýla sér fyrir rigningunni, og að sjálfsögðu voru bækurnar orðnar ónýtar af bleytu. Heima þá yrði þetta hinsegin, það er að bókunum yrði skýlt á meðan maður yrði sjálfur blautur.

Furðulegt

Svan

Svan skrifaði 28.09.03 07:26
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?