október 06, 2003

Kiðfættir og horaðir Japanir

Þar sem ég og Bendt erum núna umkringdir stelpum í skólabúningum (ókei, ekki í skólanum okkar því hann er á háskólastigi, en basicly allsstaðar annarstaðar sér maður þannig) þá höfum við verið að taka eftir því að jaðanskar unglingsstelpur eru voðalega kiðfættar. Eiginlega undantekningalaust. Er þetta kannski bara eitthvað sem maður er að taka eftir vegna þess að þær eru allar í stuttum pilsum?

Svo hef ég verið hérna í ca. þrjár vikur og hef einungis séð einn sem gæti talist vera of feitur síðan ég kom hingað. Það má reyndar útskýra þetta með því að flest allir matarskammtar eru svona ca. helmingi minni en heima. Kanarnir hrista stundum hausinn því þetta er ennþá stærra heima hjá þeim en heima á skerinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart því eina skiptið sem ég hef vitað til þess að japanir séu feitir eru súmóglímukappar.

Svan

Svan skrifaði 06.10.03 13:21
Comments

Þar sem ég prufaði að lifa einsog Japani (eða meðal Asíubúi ef út í það er farið) í þrjá mánuði í sumar, get ég staðfest það að þetta er mjög effektívsk leið til ummálsminnkunar. Ég át semsagt bara fisk og hrísgrjón, hrísgrjón og fisk í þrjá mánuði og fyrir vikið grenntist ég um 15 kg.

En niðurstaða þessarar "rannsóknar" minnar er svona u.þ.b. að rice life is nice life [borið fram með japönskum framburði] :þ

Posted by: Ágúst at 06.10.03 17:46

semsagt "lice rife is nice rife" :p

Posted by: sigga at 07.10.03 11:54
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?