október 06, 2003

Myndir frá helginni og smá umsögn um þá sem ég hangi mest með

Bendt var að setja inn myndir frá pöbbnum sem að Kristoff er að vinna á sem við fórum á á föstudaginn og svo frá laugardagskvöldinu í Sapporo. Ég er búinn að vera að tala um mikið af þessu fólki sem ég er að hanga mikið með, þannig ég ætla bara að linka á nokkrar myndir:

Ann. Tvítug frá Minnesota en fer í skóla frá South Dakota. Er nágranni Bendts og þau virðast vera að hitta það nokkuð vel off. Hún er algjör drykkjurútur en er samt algjört sakleysis grey. Henni tekst að sameina þessi tvö element nokkuð vel, þótt ótrúlegt megi virðast.

Buddy. Er líka frá South Dakota (þar sem maður má apparently keyra frá því maður er 14 ára). Þetta er einhver sá "bandarískasti einstaklingur" sem ég hef kynnst. The name says it all. Hann er samt alveg stórskemmtilegur.

André. Aldursforsetinn í hópnum. Við vorum að fagna afmælinu hans um helgina. Fjölskyldan hans á vínekrur í Þýskalandi og er okkur Bendt boðið að kíkja þangað hvenær sem er þegar við erum búnir hérna uppfrá. Það kæmi mér ekki mikið á óvart ef við myndum þiggja þetta boð.

Þessir hérna að ofan eru svona þeir sem ég hangi mest með af öllum. Plús náttla Bendt.

Svo til að halda áfram upptalningunni:

Kristoff. Vinnur á barnum sem við fórum á á föstudaginn. Hefur augljóslega æft körfubolta, amk miðað við frammistöðuna um daginn.

Josue. Spánverji með svo mikinn hreim að maður skilur hann varla stundum.

Malcolm. Svali nýsjálendingurinn. Hann talar líka með svo miklum hreim að maður skilur hann varla, þó svo að enska sé hans móðurmál.

Steven. Þetta er einstaklega undarlegur fýr. Hann er í fyrsta lagi rauðhærður gothari sem er undarlegt út af fyrir sig. Gengur um í skotapilsum, þrátt fyrir að vera frá georgíu. Ef hann er ekki í skotapilsum þá er hann í síðum jökkum og ber að ofan. Hann er með sítt rautt hár alveg niður á rass og uppáhalds bandið hans virðist vera Metallica sem er alveg fáránlega mikið eitthvað á móti ímyndinni sem hann er að reyna að skapa sér. Hann virðst ekki vera í neinum kúrsum og það komu tár þegar hann sá að hann komst ekki í Everquest í skólanum.

Ég linka á fleiri myndir bráðlega. Annað hvort úr mínu albúmi sem ég er að fara að setja upp eða bara hjá Bendt :)

Svan

Svan skrifaði 06.10.03 13:56
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?