október 09, 2003

Tal og skriftarkennsla

Fór í tal og skirftarkennslu í morgun. Einhvernvegin virtust allir kunna skriftina miklu betur en ég. Svo komst ég að því að það voru bara kínverjarnir og Imke sem kunnu þetta svona vel því Imke hafði lært áður og þar sem kínverjarnir nota svipað letur þá er þetta minna mál fyrir þau. Ég, Bendt, Ann, Buddy og André vorum alveg úti að skíta á meðan að Josue var skárstur af okkur n00bunum.

Talkennslan var algjör snilld. Kennarinn var hálfgerður trúður og var alltaf með svona leikþætti. Til dæmis þegar við áttum að segja "Sumimasen" (fyrirgefðu) þá áttum við að standa upp á töflu tvö og tvö og ganga á móti hvort öðru og rekast öxl í öxl og segja "Sumimasen", og þá átti mótaðilinn að segja "iie" (sem þýðir "nei" en í þessu tilfelli "it's okay" eða eitthvað álíka). Við fórum yfir svona 15-20 everyday frasa og leikþáttur við hvern og einn, sem hjálpaði manni að muna þetta.

Svan

Svan skrifaði 09.10.03 04:07
Comments

svo má ekki gleyma snilldinni 'wakarimasen' :p

Posted by: sigga at 09.10.03 12:20

Jújú, maður hefur nú notað það nokkuð oft.

Posted by: Svan at 10.10.03 03:55
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?