október 09, 2003

Eldhús sitcom-ið

Sit hérna í International Lounge-inu þar sem allt er fullt af Japönum að horfa á sjónvarpið. Þetta var svona sit-com sem fjallaði um baráttu eldhúsliðsins við illa yfirþjóninn (miðað við hvað ég skildi af þessu, horfandi á þetta með öðru auganu og skildi ekki stakt orð af því sem var sagt).

Magnað plott.

Þátturinn endaði á því að einhver kúnninn bað um að fá að þakka kokkinum fyrir matinn og þá kom illi yfirþjónninn og ætlaði að koma og ná í kokkinn en þá var honum bent á einhvern lærling sem honum var voðalega illa við, og þá kom svona atriði þar sem var sýnt closeup af öllum aðalpersónunum svona að bíða eftir viðbrögðum illa yfirþjónsins (svona 8-9 manns). Illi yfirþjónninn lítur svona yfirhópinn og biður lærlinginn um að koma fram, þrátt fyrir að hann sé ekkert voðalega sáttur við það. Þá fagnar allt eldhússtaffið og aðalgellan í hópnum tárast, og gengur upp að lærlingnum og hengur á hann rauðan klút (eins og allir voru með nema hann) og tók þennan hvíta í burtu og lærlingurinn gekk þvert yfir eldhúsið og opnaði hurðina inn í matsalinn og þá kom svona hvítt ljós út úr hurðinni og lýsti upp allan skjáinn og þá komu creditin.

Stórfenglegur endir.

Svan

Svan skrifaði 09.10.03 08:53
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?