október 23, 2003

'Holland? 'Course I know where Holland is, in the UK'

Alveg er það magnað hvað sumir Ameríkanarnir vita ekki neitt. Jú þetta eru að megninu til voðalega gáfað fólk og gott í skóla, en maður er alltaf að finna eitthvað sem er alveg gjörsamlega út úr kú. Eins og að halda því fram að Holland væri í Bretlandi. Eða að hafa ekki hugmynd um hvaða lag "It's raining men" er. Eða þá að fussa og sveia yfir því hvað útgáfan með Tracy Chapman af Baby can I hold you tonight sé mikið verri heldur en upprunalega útgáfan með Boyzone. Þetta er actually í annað skiptið sem ég hef heyrt einhvern halda að þetta lag væri upprunalega með Boyzone.

Svo er dáldið fyndið að heyra einhvern segja að Californication með Red hot chili peppers sé "old school". Ég setti Screamadelica með Primal Scream á um daginn, ekki nóg með það að enginn þekkti lögin (sem er vel fyrirgefanlegt þar sem þetta er breskt) þá fannst þeim þetta vera elsta tónlist í heimi þar sem þetta var gefið út 1991.

Svo er fullt fullt fullt af öðru stöffi sem ég man ekki í augnablikinu.

Svan

Svan skrifaði 23.10.03 08:01
Comments

Já þeir eru óneitanlega mjög fáfróðir, flestir kanar, um annað en sitt eigið fylki...og varla það.

Posted by: Kristófer at 23.10.03 17:34
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?