október 25, 2003

Kill Bill og Heba Thorisdottir

Fór á Kill Bill áðan og jú eins og mér datt í hug þá voru þeir ekkert að hafa fyrir því að texta japönskuna, ég verandi í Japan. Myndin var hinn ágætasti splatter, voðalega silly ofbeldi hægri vinstri og allir í góðu skapi. Ég hlakka til að sjá seinni hlutann.

Svo þegar myndin var búin þá ætluðum við Bendt að fara, en þá var ennþá slökkt ljósin og allir sátu kjurrir, svo við gerðum það bara líka :) Í credit listanum sá ég að "Key makeup artist" var Heba nokkur Thorisdottir. Er þetta Íslendingur?

Anywho, þá sýnist mér eitthvað partý vera í gangi hérna í húsinu og ætli maður verði ekki að láta sjá sig.

Svan

Svan skrifaði 25.10.03 13:57
Comments

Já, hún er Íslendingur. Var einmitt viðtal við hana í Mogganum núna í vikunni, hitti Tarantino víst í einhverju partý (eftir Pulp Fiction?) og sagði honum að hana langaði mjög að vinna með honum... og hann bjallaði síðan í hana. Rosaleg saga!

Posted by: Tolli at 25.10.03 14:55
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?