október 25, 2003

Verslunaferð

Fór í smá verslunarferð áðan, keypti mér íþróttaskó svo ég gæti tekið þátt í "Ball and Games" kúrsinum, sem er víst bara þrekpróf og álíka viðbjóður. Svo keypti ég mér The Nightmare before christmas á DVD og disk með Ramones (áttu ekkert nema einhverja safndiska). Bendt keypti sér stórmyndina Spaceballs.

Ramones eru kúl.

Skórnir sem ég keypti voru að sjálfsögðu þeir dýrustu í búðinni. Málið var að þetta voru þeir einu sem voru með háum öklum og ég misstíg mig alltaf í hinsegin skóm þegar ég er eitthvað að sprikla.

Svan

Svan skrifaði 25.10.03 15:41
Comments

Ég kannast við þetta, ég misstíg mig alltaf ef ég er ekki í skóm með háum hælum þegar ég er að sprikla.

Posted by: Ágúst at 25.10.03 16:38
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?