október 29, 2003

Vonda coverbandið

Húsið sem er á móti húsinu þar sem ég bý er svokallað "klúbbhús". Það eina sem fer fram í þessu klúbbhúsi virðist vera tónlistaræfingar. Flest allt einstaklingstónlistarmenn (það er fátt fyndnara en að sjá smávaxinn Japana burðast upp bratta brekkuna með kontrabassa) en það er ein hljómsveit. Á meðan þessi orð eru skrifuð eru þeir að spila "Pary Hard" með Andrew T.K. (Jared að syngja sama lag (7mb af erlendri traffík)). Aðrar hljómsveitir sem þeir taka eru Limp Bizkit og Linkin' Park.

Mér finnst þessi hljómsveit ekkert voðalega skemmtileg. Ég reyni venjulega að spila mína eigin tónlist svona til að kæfa þessi óhljóð. Þetta eru svo sem ágætis spilarar, en það má svo sem alveg skipta söngvaraanum út. Hann er ekki alveg að gera sig greyið. Einnig má breyta lagavalinu töluvert.

Svan

Svan skrifaði 29.10.03 05:40
Comments

Hei Svan San. Hvernig fór svo prófið hjá þér í japönsku?? Varstu alveg að massa stafrófið :)

Posted by: Gonnza at 29.10.03 12:16

Ég held actually að ég sé betri í því að skrifa heldur en í málfræðihlutanum. Ég er búinn að læra eitt stafrófið alveg (náði 44 af 46 atriðum rétt, víxlaði tveimur mjög líkum stöfum) og er farinn að læra katagana núna (aðrir 46 stafir). Málfræðin er hins vegar meira mál. Svo "hlakka" ég til að fara í kanji-ið, þar þarf ég að læra 60 tákn núna, maður þarf að læra svona um 2000 til að geta lesið dagblað.

Prófið sem ég var í gekk frekar erfiðlega. Ég býst samt við að ná.

Posted by: Svan at 29.10.03 12:38

Vá ég hrósa nú eiginlega bara happi yfir því að vera að læra Ich bin, du bist, er ist o.s.frv :)

Posted by: Gonnza at 29.10.03 16:18
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?