október 30, 2003

'Af því bara'

Mikið er ég orðinn þreyttur á því að heyra þetta sí og æ þegar ég spyr af hverju hlutirnir séu gerðir svona en ekki hinsegin.

Af hverju ertu tölvuherbergin lokuð á sunnudögum? Af hverju er nettengingin inn í herbergjunum okkar ekki virk þrátt fyrir að hún sé tengd? Af hverju eru trommuæfingar í klúbbhúsinu sem er beint á móti húsinu mínu eldsnemma á morgnanna? Af hverju kemur konan sem er að þrífa ganginn í international húsinu klukkan sjö á morgnanna og byrjar að ryksuga? Af hverju getum við ekki skoðað tölvupóstinn okkar nema í nokkrum tölvum í skólanum? Af hverju er lokað fyrir msn? Af hverju er ekki löngu búið að laga þvottavélarnar? En þurrkarana? Af hverju skilur enginn ensku í international office-inu? Af hverju berast engar kvartanir sem við komum með til international office-inu lengra, kannski jafnvel til þeirra sem geta gert eitthvaði í málinu? Af hverju þurfum við að borga leiguna á faktískt séð þremur stöðum?

Af hverju? Jú, af því bara.

*Sigh*

Svan

Svan skrifaði 30.10.03 18:18
Comments

Af hverju allt þetta væl...


Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 30.10.03 19:42
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?