nóvember 10, 2003

Hæstlaunaðasti tutorinn

Lisa, tutorinn hennar Anne, er búin að vera endalaust dugleg að hjálpa okkur. Þetta kerfi með tutora er mjög sniðugt, eitt það sem ég er einna sáttastur við í þessu prógrammi (YOUC program). Við sækjum um að fá tutor til að aðstoða okkur að aðlagast öllu hérna og hjálpa okkur við japönskunámið. Tutorarnir eru nemendur við skólann og fá þau greitt frá skólanum fyrir hvern unninn tíma. Við Bendt notuðum tutorana okkar mikið til að redda netsambandsmálum inn í herbergin okkar, en svo voðalega lítið meira því þær eiga heima dáldið frá skólanum og því erfitt að vera að kalla á þær fram og til baka með aðstoð við hin ýmsu smáatriði. Hins vegar hefur Lisa, sem á heima rétt hjá okkur, nánast bara verið hérna í húsinu til að aðstoða fólk. Ég, Bendt, André, Malcolm, Buddy og að sjálfsögðu Anne höfum öll fengið mjög mikla hjálp frá henni. Svo skrifaði hún inn tímana sína og fékk að öllum fannst himinháa upphæð fyrir vinnuna (náttla ekkert miðað við hvað hún er að eyða miklum tíma í þetta, en henni finnst þetta gaman þannig hún er ekkert að kvarta).

Það er ekkert lítið sem hún er búin að hjálpa okkur. Enda á hún, eins og ég sagði, nánast heima í húsinu okkar.

Svan

Svan skrifaði 10.11.03 16:51
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?