nóvember 16, 2003

Níu eða tíu

Lisa var að segja okkur svolítið magnað. Kannski er þetta common knowledge hjá öllum nema mér, en anywho. Japanskar og kínverskar konur þurfa að bíða í tíu mánuði frá getnaði til barnsburðar. Þetta er kennt í skólum og er, skv Lisu a.m.k., almenna reglan sem að allir fara eftir. Kemur mér dáldið á óvart. Ég hef svona verið að pæla í því hvaða ástæða liggi þarna á bakvið, mér dettur helst í hug mataræðið.

Svan

Svan skrifaði 16.11.03 09:17
Comments

þetta er eitthvað skrítið... því í raun frá getnaði til fæðingar eru 8 mán og tvær vikur, en svo er talið með frá síðustu blæðingum þá bætast við 2 vikur, þá er þetta orðið 9 mánuðir...

Posted by: garpur at 16.11.03 11:23

Þeim er víst sagt að þetta séu 40-44 vikur sem líður.

Posted by: Svan at 16.11.03 13:24

Meðgöngutíminn hefur ekki lengst en ekki er sama hvernig er reiknað og meðgöngutíminn er talsvert breytilegur. Flestar heimildir telja meðgöngutímann vera að meðaltali 266 daga frá getnaði eða 280 daga (40 vikur) frá fyrsta degi síðustu tíða og þá er gert ráð fyrir að tíðahringurinn sé 28 dagar. Til eru rannsóknir sem sýna annað meðaltal meðgöngutíma en þá er venjulega um að ræða frávik upp á örfáa daga, t.d. 282 daga í stað 280. Til er vel þekkt regla til að reikna út áætlaða dagsetningu fæðingar (aðferð Nägeles) en þá skal draga þrjá mánuði frá fyrsta degi síðustu tíða og bæta við einu ári og 7 dögum. Þegar þessari reglu er beitt fæða tæplega 10% kvenna á útreiknuðum degi, um 50% fæða innan viku (viku fyrir eða viku eftir) og um 90% fæða innan tveggja vikna frá þessari dagsetningu. Talið er eðlilegt að tíminn frá fyrsta degi síðustu tíða að fæðingu sé á bilinu 38-42 vikur en þá er gert ráð fyrir einu barni og heilbrigðri móður og barni. Ýmislegt getur haft áhrif á lengd meðgöngu hjá konum og dýrum og skulu nokkrir slíkir þættir nefndir hér. Aldur móður skiptir máli og það gildir almennt að meðgöngutíminn lengist með aldrinum. Fóstrið hefur áhrif hvað varðar fjölda, stærð og kyn. Tvíburameðganga er að meðaltali rúmum 3 vikum styttri en einburameðganga og ef börnin eru fleiri styttist meðgöngutíminn enn meira. Stór börn fæðst oft heldur fyrr en lítil og stafar þetta allt trúlega af því að rými legsins er takmarkað. Erfðafræðilegir þættir skipta einnig máli og það er t.d. vel þekkt, meðal dýra, að hjá vissum afbrigðum eða undirtegundum er meðgöngutíminn ekki nákvæmlega sá sami og hjá aðaltegundinni. Ýmsir umhverfisþættir hafa einnig áhrif og má þar nefna næringarástand, veðurfar (hitastig) og árstíma.
Heimild: Magnús Jóhannsson, læknir

Posted by: Ágúst at 16.11.03 17:30
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?