nóvember 18, 2003

'How do you rike the rife in Otaru?'

Fórum í High school í dag. Þetta var einstaklega fyndin lífsreynsla. Okkur var skipt í þrjá hópa, en þar sem við vorum ekki nema 5 talsins og 3 aðstoðarkennarar, þá voru hóparnir frekar fámennir. Aumingja Soklang var ein á tímabili. Anywho þá vorum við Joi saman í hóp og var okkur tilt í sæti fyrir framan allan bekkinn. Þau byrjuðu á því að kynna sig, með hinu margfræga "herro!". Þessi "L" eða "L" leysa þeirra er alveg drepfyndin.

Síðan komu fyrst fimm manns sem spurðu okkur almennra spurninga á ensku. Okkur leið eins og í yfirheyrslu, því þau stóðu svona yfir okkur og spurðu og svo störðu allir á okkur þegar við vorum að svara. Svo fórum við í svona málsháttaleik, þar sem að okkur var gefinn enskt máltæki og áttum að giska á hvaða dýr væri notað í japanska version-inu af máltækinu. Gátum þrjú af fjórum, bara á rökræðum. Which was fun.

Tveir strákar fluttu svo tvö vinsæl dægurlög og kom það mjög vel út :) Eftir það var okkur kennt að nota skopparakringlu og eitthvað annað dót sem ég man ekki hvað heitir.

Svo fékk ég að berja strák í hausinn með bambuspriki. Held að ég hafi barið annað hvort á vitlausan stað, eða þá of fast miðað við viðbrögðin frá restinni af bekknum :s

Svo brutum við saman huge pappír í svona fugl, which was fun. Fengum hjálp þó. Svo áttum við að gera svona litla fugla sjálf.

Það fyndna við þessa ferð var hinsvegar athyglin sem að ég og Buddy, þó aðallega Buddy, fengum frá japönsku skólastelpunum. Það var starað á okkur allan tímann og við eltir út um allt. Buddy fór heavy mikið hjá sér. Þær eltu okkur út um allt.

Biðu fyrir utan kennslustofuna með öllum vinkonum sínum þegar við komum út. Blokkeruðu gangana. Eltu okkur fram í andyri. Það bókstaflega leið næstum yfir eina stelpuna þegar hún tók í hendina á Buddy, og eftir að hún var búin að taka í hendina á honum þá vildu þær allar taka í hendina á okkur og við töfðumst alveg heilmikið á öllu þessu stússi. Voru svo á endanum límdar við gluggann þegar við vorum að keyra í burtu. Svo fengum við minjagripi frá þeim "so we would never forget them".

Mér fannst þetta vera mjög fyndin ferð.

Svan

Svan skrifaði 18.11.03 04:25
Comments

Iss, viðkenndu það bara, þú fílar'etta ;)

Annars geturðu núna ímyndað þér hvernig er að vera rokkstjarna. Eltur á röndum af skólastelpumergð sem fellur í yfirlið við að snerta þig.

...nema hvað þú getur ekki sungið :þ

Posted by: Ágúst at 18.11.03 10:04

Svan er þó allavegana ekki Rauðhærður og Hafnfirðingur í þokkabót.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 18.11.03 12:05

Gleymdu ekki að ég er með gleraugu.

Skemmtilegt að þú skulir skrifa rauðhærður með stóru R-i. Geri ráð fyrir að þú lítir þá á rauðhærða sem sérstakan kynþátt (sbr. Arabar, Gyðingar, Bengalar, Malæjar o.s.frv.). Ég skal svosem alveg leyfa þér að vera með þá skoðun en ég minni bara á að rauðhærðir njóta ekki einu sinni (enn sem komið er) réttinda sem minnihlutahópur. Skondið samt hvernig þetta virðist vera almennt skilgreint sem lýti á fólki en sé það slíkt þá veltir maður fyrir sér muninum á því að hrópa í niðrandi tón "Ég er þó ekki rauðhærður!" og "Ég er þó ekki með landkort á enninu!" við Gorbasjov. Þú myndir aldrei gera slíkt, enda kurteis maður, Þórir.

Aftur á móti finnst mér algjör óþarfi að minna á jafn óþægilega staðreynd og það að ég skuli vera Hafnfirðingur.

Posted by: Ágúst sem lítur a.m.k. ekki út einsog klósettbursti með abnormal sveru skafti at 18.11.03 18:21

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Líka rauðhærðir (með litlu R-i) og grafarvogsbúar.

Posted by: Svan at 18.11.03 23:11

Voðalega eru menn eitthvað bitrir út af því að þeir eru Rauðhærðir og frá Hafnarfirði.... ég legg til að þeir liti á sér hárið og flytji....


Annars taka flestir því nokkuð létt að þeim sé bent á háralit sinn. Sbr. blogg frá Brjáni nokkrum á sínum tíma. Þeir sem vilja væla... er bent á að gera það í einrúmi.


Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 19.11.03 14:22

Þórir, ég hef ekkert við það að athuga að vera kallaður rauðhærður. Ég ER rauðhærður! Ég er m.a.s. á mjög undarlegan hátt stoltur af því að vera rauðhærður, e.t.v. þökk sé mönnum einsog þér sem grípa alltaf til þess þegar á þá er skotið á skjóta á móti einhverri útgáfu af "ég er þó ekki rauðhærður!"

Að vera rauðhærður er nefnilega eitt af því sem rannsóknir hafa leitt í ljós að sanni það sem Nietzsche gamli sagði, það sem drepur þig ekki styrkir þig. Menn ýmist lifa það af að vera rauðhærðir eða láta það brjóta sig niður.

Að vera rauðhærður hefur fáa ókosti, það aftur á móti mótar sjálfsmyndina og getur látið fólki líða einsog það sé "öðruvísi". Og það er fátt jafn pirrandi og vera bara "einsog allir hinir".

Það fylgir því hinsvegar í nær öllum tilfellum að rauðhærðir þola illa sól. Það er hinsvegar ekki tengt því að vera rauðhærður, því t.d. margir dökkhærðir Íslendingar, svo ekki sé talað um ljóshærðir hafa sömu karotínlausu húðina og við rauðhærða fólkið.

Svo framarlega sem maður hefur aðgang að block-30 þá hefur það ekki mikil áhrif á mann - nema kannski líti maður á chocko-lúkkið sem sinn stíl.

Mér finnst það bara alltaf jafn fyndið hvað það þykir sjálfsagt að nota orðið "rauðhærður" sem skammaryrði - við rauðhærða. Einhvern tímann var líka kommentað hérna á síðunni hans Svans að hann væri bara "myndó strákur", ekki rauðhærður einsog viðkomandi var búin að ímynda sér. Mér finnst líka magnað hversu oft maður hefur heyrt setningar á borð við "vesalings krakkinn er jafn hræðilega rauðhærður og pabbinn" eða "greyið er svo skelfilega rauðhærð". Mér finnst það merkilegt hvernig sum útlitseinkenni þykir sjálfsagt að tala um einsog einhverja fötlun. Alveg einsog það fer óstjórnlega í taugarnar á mér þegar gert er grín að lágvöxnu fólki, eða nokkru öðru útlitseinkenni sem fólk fæðist með. Fólk fæðist nefnilega rauðhærð, lágvaxið, með útstæð eyru o.s.frv. og að tala um þetta einsog skammaryrði ("rauðhaus", "dvergur", "dúmbó"...) er til þess eins fallið að særa fólk sem viðkvæmt er fyrir þessu (þetta á sérstaklega um unglingsárin).

Ef út í það er farið er enginn munur á því að kalla fólk "rauðhaus", "dverg", eða "dúmbó" og að kalla svartan mann "kolamola" nema sú ljóta saga sem liggur þar að baki, ofsóknir og mismunun sem svartir hafa þurft og þurfa jafnvel enn að þola.

Þessar pælingar mínar eru ekki bara viðbrögð við kommenti Þóris. Ég hinsvegar gat ekki stillt mig með að hnýta aðeins í Þóri fyrir það. Ég veit að hann myndi ekki "stríða mér" á þessu, nema vegna þess að ég tek þessu ekkert illa (ólíkt því hvað ég pirrast þegar ég er kallaður Hafnfirðingur, ég viðurkenni það). Mér finnst hinsvegar fólk megi alveg hugsa út í það hvað það er að segja. Hvað "viðmið" það er að taka undir og viðhalda með orðum sínum. Finnst okkur það allt í lagi að það þyki ekkert athugavert við það að nota meðfætt útlit fólks sem háðsglósur? Mér finnst það ekki, ég er hinsvegar ekki fullkominn frekar en aðrir og verð uppvís að þessu líka inn á milli. Það breytir því ekki að mér finnst þetta rangt.

Fólk má gera grín að mér einsog það lystir. Ég græt mig ekki í svefn út af því.

Allir í skóginum eru vinir - en ég vildi bara koma þessari hugleiðingu á framfæri.

Með kveðju,
Rauðhærði maðurinn

ps.
Ég reyndar næ ekki ennþá hvers vegna Þórir kom með þetta komment. Hvað sagði ég eiginlega? Ef það var að Svan kynni ekki að syngja þá er það svona álíka einsog að saka mig um hæfileikaleysi í fótbolta :)

Posted by: Ágúst at 19.11.03 18:44

Humm... þetta átti nú bara að vera fyndið.... en er nú orðið stjarnfræðilega leiðinlegt... ég mun ekki kommenta meira á þennan þráð.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 19.11.03 22:24

hahahaa.....tilgangnum náð, æsa guttann upp í einhverja vitleysu.

Posted by: ---- at 20.11.03 10:01

Dótið kallast cup'n'ball. Híhí.

Posted by: Sibba at 20.11.03 21:29

Hmm.... hvað má ég segja... ég er líka Rauðhærð (með stóru R-i) og meiraðasegja líka HAFNFIRÐINGUR... hmmm.... lítur út fyrir að við Ágúst eigum ýmislegt sameiginlegt. Allavega þá skil ég ekki að fólk skuli líta á rautt hár sem lýti (og ég verð brún eins og flest ljóshært og dökkhært fólk!!!)... reyndar finnst mér rautt hár ekkert flottara en annað, en kærastanum virðist samt finnast það... á ég þá að líta á það eins og eitthvað sé að honum eða?

Posted by: Íris - IRIX at 23.11.03 03:17
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?