nóvember 29, 2003

Oh, and another thing

Þar sem Ágúst minnist í sínu heimsins lengsta commenti á Japan sem kvenfjandsamlegt samfélag þá verð ég að minnast aðeins á það. Þó sérstaklega tvö atriði.

Hérna úti er dáldið áhugaverð skattaregla (skv. kennaranum í Labour economics). Ef báðir makar þéna meira heldur en ca. 1.000.000 yen á ári (hvor í sínu lagi), þá missir sá sem þénar meira skattaafslátt upp á einhver 3-400.000 yen. Þannig það borgar sig ekki í fjölmörgum tilfellum fyrir konur að vinna meira heldur en fyrir þennan pening. Þetta er einhver föst tala sem er rétt fyrir ofan eina milljón. Þetta er ein ástæðan fyrir því að konur eru oft á tíðum heimavinnandi hérna.

Við höfum fengið það viðhorf frá sumum japönskum stelpum/konum að þær "eigi" að vera heimavinnandi og það sé hlutverk konunnar. Heitt rifrildi á milli einnar japanskrar stelpu og einnar vestrænnar varð um þetta mál snemma í haust.

Annað atriði. Kvenmenn heima á klakanum finnst óréttlátt að fá ekki jafnhá laun eins og karlar fyrir sama starf, en það sem er við lýði hérna er mikið mun verra. Fyrir nokkrum áratugum síðan var kerfi hérna í atvinnumálum sem var nokkurskonar "lifetime employment". Kerfið byggðist á því, eins og nafnið gefur til kynna að þegar þú ert ráðinn hjá fyrirtæki þá ertu ráðinn til frambúðar og einstaklega óalgengt var að fólk skipti um vinnu. Þetta átti að sjálfsögðu ekki við þegar um er að ræða ýmis minniháttar störf eða hlutastörf.

Þetta kerfi er að mestu leyti dottið uppfyrir, en angar af því eru ennþá í gangi. Þar á meðal eru svokallaðir "Carrier paths" í starfi. Þegar einstaklingur útskrifast úr skóla sækjast fyrirtækin í viðkomandi aðila í þjálfunarprógramm og þeir sem koma vel út úr þeim eru ráðnir, eða allir þeir einstaklingar sem taka þátt í prógramminu. Þeir sem eru ráðnir eru annað hvort ráðnir á carrier path eða ekki, og kemur þetta ákvæði oftar en ekki fyrir í ráðningasamning viðkomandi. Þeir sem eru ekki ráðnir á carrier path, þeir komast ekkert hærra í fyrirtækinu. Þeir eru einnig þeir fyrstu sem er sagt upp ef í hart fer. Þessir sem fara ekki á carrier path eru oftast í minniháttar störfum innan fyrirtækisins, svo sem ritarar, móttökuborð, símasvörun etc.

Konur fara aldrei á carrier path. Þetta er ágætis fullyrðing og er hún kannski ekki alveg 100% sönn og rétt...en nevertheless þá er hlutfall þeirra kvenna sem fara á carrier path við ráðningu hjá fyrirtæki stjarnfræðilega mikið lægri en hlutfall karla. Þetta þýðir að sjálfsögðu umtalsvert lægri laun en einnig, eins og ég minntist á hér áður, að þau fá ekki stöðu/launahækkun.

Einstaklega sorgleg staðreynd.

Svan

Svan skrifaði 29.11.03 21:24
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?