mars 09, 2005

Dagsins amstur

Hér hef ég ekkert skrifað í circa 10 daga. Engar sérstakar ástæður sem liggja þar að baki. Annarri viku í MSA4 líkur á morgun. Búið að vera nóg að gera. Mikill orðaforði að bætast við, sérstaklega fyrir mig, þar sem það er minn Akkilesarhæll. Hef því verið að reyna að bæta mig sem mest ég má. Heimavinnan hefur því farið upp í 5-6 tíma á dag. Eyði þegar mest er 2-3 tímum fyrir kvöldmat, eftir að ég kem heim úr skólanum, öðru eins eftir kvöldmat og svo klukkutíma á morgnanna áður en ég fer í skólann. Það gefur skiljanlega lítinn tíma til annars en að eyða síðkvöldinu í sjónvarpsgláp eða aðra dægrastyttingu. Ekki alveg nógu gott, miðandi við að umhverfið ætti að hafa nóg annað upp á að bjóða. En á móti reyni ég að nýta helgarnar vel.

Ekki er samt allt strit í litlu expatatilverunni minni. Er að fara í viku til Beirút og Damaskus, með viðkomu í Baalbak, vikuna eftir páskadag, inshallah.
Agust skrifaði 09.03.05 17:39 (GMT+2)
(Íslenska)
Comments

Frábært að heyra að þú sért að fara í ferðalag og skoða þig meira um. Góða ferð :)
Þú skrifar svo vonandi ferðasöguna og birtir.

ragnheiður skrifaði 09.03.05 20:52