febrúar 27, 2005

Síðbúið innflutningspartý

Í kvöld hélt ég síðbúið innflutningspartý. Ákvað að vera pínulítið "grand" og bjóða upp á mat. Pantaði mat frá local stað sem heitir GAD og var pöntunin svohljóðandi:
  • 4 box fúl (egypsk baunakássa)
  • 4 box babaganúss (eggaldiskássa)
  • 6 box húmmus (arabísk baunastappa)
  • heil ósköp af nýbökuðu kúfír brauði (til að borða kássurnar með)
  • 10 lítil shawarma (líbanskar kjúklingasamlokur)
  • 4 ostborgarar (40 kr. stykkið)
  • 3 hálfir, grillaðir kjúklingar (110 kr. stykkið)
  • 3 skammtar hrísgrjón
  • 20 falafel (sem reyndust tvisvar sinnum stærri en ég gerði ráð fyrir)
Fyrir þetta borgaði ég 170 LE (með tipsi) sem eru tæpar tvö þúsund krónur íslenskar.

Vandamálið var hinsvegar að ég var ekki með nema 10 gesti á endanum, þannig ég átti í stökustu vandræðum áðan með að troða þessu öllu í ísskápinn.

Þar að kaupi á ég fullan pott (eina hreina ílátið sem ég fann með loki áðan) af smákökum með súkkulaði- og vanillubragði (2 tegundir). Ég fór nefnilega í bakaríið hinum megin við götuna og bað þá um smákökur handa átta manns (vissi sem var að Egyptar borða alltof mikið af svona sætindum, þannig ég þyrfti í mesta lagi 8 manna egypskan skammt). Okey, sagði afgreiðslumaðurinn og sagði að ég þyrfti eitt kíló af smákökum.
Hann tók við að láta smákökur í stórt box handa mér og þegar hann setti það loks á vigtinna í fyrsta skipti sagði hún 800 grömm. Nóg, sagði ég og þótti nóg komið í boxið. Ertu viss? spurði afgreiðslumaðurinn, já alveg viss. Borgaði rétt um 200 krónur fyrir tæpt kíló af smákökum og á líklegast rúmlega hálft kíló eftir af þeim í stórum skaftpotti inn í eldhúsi. Ég á líka 5 shawarma og einn hamborgara, auk þess nokkur box af fúl, babaganúss og húmmusi. Og ætli ég eigi ekki rúmlega fimmtán kúfír brauð (sem eru svipuð pítubrauði nema með sesamfræjum).

Það verða því borðaðir afgangar á þessu heimili fram eftir þessari viku. Ég var raunar að velta fyrir mér að athuga hvort að bawaabinn minn vildi fá eitthvað af þessu. Þar sem ég bý einn er ekki nokkur vinnandi vegur fyrir mig að borða nema helminginn af þessu. Gæti t.d. gefið honum þrjár dollur af fúl og smá babaganúss. Og einsog brauðið er gott nýbakað þá verður það orðið óætt eftir 2-3 daga. Já, ætli ég geri það ekki, tala við hann á morgun.

En þetta síðbúna innflutningspartý var vel heppnað.
Agust skrifaði 27.02.05 03:14 (GMT+2)
(Íslenska)