mars 29, 2005

10.000 manna útför í næstu götu

Í kvöld söfnuðust 10.000 manns saman á torginu fyrir framan Mústafa Mahmúd moskuna við útför ástsælasta leikara þjóðarinnar.

Mústafa Mahmúd er í næstu götu við mig. Gatan mín er upp af torginu fyrir framan moskuna. Þetta er líka það kennileyti sem allir þekkja og er því besta leiðin til að komast heim í leigubíl, að biðja um að vera ekið að Mústafa Mahmúd.

Ég heyrði í hátölurunum í allt kvöld. Bænahaldið var örugglega í eina þrjá tíma. Þegar ég kom heim í dag neðan úr bæ var verið að setja upp stór tjöld á torginu og þess háttar.
Agust skrifaði 29.03.05 03:02 (GMT+2)
(Íslenska)
Comments

það er misjafn siður í menningarheimum.
Gaman að lesa bloggið þitt.
Kv.
mor

ragnheiður skrifaði 29.03.05 13:35