júlí 28, 2003

Setning helgarinnar

Var á eldsmiðjunni með einu pari úr vinahópnum þegar þessi setning var sögð í símtali við stelpuna:

"Ojjjj bara hvað þú ert illa innrétt!"

Skemmtilegt þegar svona mismæli geta þýtt eitthvað.

Svan

Svan skrifaði 28.07.03 10:23
Comments

Ég kannast reyndar við bæði hugtökin "illa innréttaður/innréttuð" og "furðulega innréttaður/innréttuð".

Kannski er það bara hafnfirska einsog svo margt annað sem mér finnst fullkomlega eðlilegt.

Jæja, ég er farinn út í sólina að ramba.

Posted by: Ágúst at 28.07.03 17:36

Þú ert viss um að þú sért ekki að tala um "innrætt/innrættur"?

Posted by: Svan at 28.07.03 18:25

Fólk hefur innræti.
Klósett hafa innréttingar.

Það er smá munur á þessu tvennu...

Posted by: Einar Jón at 28.07.03 18:39

Maður sem er "illa innréttaður" er u.þ.b. það sama og illa innrættur. Á samt betur við ef að maðurinn hefur sýnt af sér furðulega hegðun. Ef hann sýnir siðblindu eða óvenjulega framkomu með dónaskap, virðingarleysi etc. þá getur hann talist "furðulega innréttaður".

Hið síðara er algengara orðasamband.

Posted by: Ágúst at 29.07.03 11:39

Menn eru ekki innréttaðir, þú horfir of mikið á Innlit útlit. Þar sem einmitt eru fullt af vel innréttuðum eldhúsum og nóg af illa innrættu fólki.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 29.07.03 13:43

Svona segja nú bara furðulega innréttaðir menn ;-)

Posted by: Ágúst at 30.07.03 00:19
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?