september 13, 2003

And then nothing turned itself inside out

Hitti konu á djamminu í gær sem ég þekkti sáralítið en hún sagðist lesa síðuna mína reglulega. Mér finnst þetta alltaf jafn gaman, þ.e. fólk sem ég þekki ekki sjálfur sem les bullið í mér. Ég var til dæmis að heyra af systur skólasystur minnar sem les síðuna mína reglulega plús eitthvað af vinnufélögum vina minna...og svo náttla þarna bankastjórinn í bankanum í Noregi sem Halla frænka er að vinna í :þ

Ég hef oft verið að spá í hverjir það eru í raun og veru sem lesa síðuna mína, en það er frekar erfitt að komast að því án þess að spyrja fólk út. Flest allir eru væntanlega vinir mínir og kunningjar, en svo eru það þeir sem þekkja mig ekki baun sem mér finnst mjög gaman að séu að lesa það sem ég hef að segja :)

Svan

Svan skrifaði 13.09.03 13:27
Comments

Ég verð nú bara að kommenta aðeins á þessa færslu, þar sem mér skilst að verið sé að skrifa um mig :)
Já, ég viðurkenni alveg að lesa þessa síðu reglulega, þó systur minni finnist ég lesa allt of mikið af bloggsíðum ;)
Vonandi heldurðu blogginu áfram úti í Japan.

Posted by: Alda (Mörtu sys) at 13.09.03 23:51

Hey, leyniaðdáandinn er loksins kominn út! Ég óska ykkur velfarnaðar og mikillar hamingju í framtíðinni. Híhíhí!! (",)

Posted by: Marta at 14.09.03 16:50

Ég reyni að lesa daglega... er örugglega búin að lesa í 1 og 1/2 ár.... man ekkert hvernig ég fann síðuna... en ég tek undi hér að ofan og vona að þú haldir áfram að blogga úti... já og góða ferð..

Posted by: Jóhanna Garpur at 16.09.03 21:22
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?