nóvember 22, 2004

Skítakuldi

Skítakuldi í Kaíró í dag. Rigningardagur. Já, RIGNING!!!

Var að skoða weather.co.uk - 12 stiga hiti. Skítakuldi. Geng um með trefil, í flíspeysu og er kalt.

Áðan fór í út, eftir að hafa klætt mig í öll hlýjustu fötin sem ég fann og arkaði í raftækjaverslunina mína á 26. júlí stræti. Keypti stærsta rafmagnshitarann sem þeir áttu!! Alvöru græja, ekkert rusl. Nú verður mér vonandi ekki kalt á meðan þetta kuldakast gengur yfir, insjallah.
Agust skrifaði kl. 23:58 | Comments (4)
Flokkun: Íslenska

nóvember 21, 2004

Fluttur

Helstu fréttir af mér eru að ég er fluttur! Flutti raunar á föstudagsmorgun. Er mjög sáttur við flutningana. Komst í fyrsta skipti síðan 18. október í virkilega góða sturtu, með stöðugum hita og sturtuhengi. Þvílíkur munaður!

Og guði sé lof fyrir BBC World! Ó hve sárt ég hef saknað þín!

Hverfið er rólegra, mun minni hávaði en lengra í almennilegt kaffihús. Og þar að auki er meðleigjandinn mun skemmtilegri.
Agust skrifaði kl. 21:15 | Comments (4)
Flokkun: Íslenska

Asnar í umferðinni

Óþolandi þessir asnar í umferðinni. Fyrir helgi var ég t.d. í leigubíl og tveir asnar svínuðu fyrir leigubílinn. Tveir strákar sátu á öðru þeirra en hinn asninn dró kerru á eftir sér með grænmeti.
Í sömu ökuferð sá ég einnig tvo hesta í umferðinni, nokkuð sem maður sér mun sjaldnar en asnana.
En asnar í umferðinni eru óþolandi, illalyktandi og yfirhöfuð asnaleg dýr!
Agust skrifaði kl. 20:51
Flokkun: Íslenska

New pictures

I just posted the 5th roll of film of my Cairo pictures. Among the pictures are the first part of the second trip to the Pyramids.

I'll post the 6th roll soon. Tomorrow, inshallah.
Agust skrifaði kl. 20:35
Flokkun: English

An American Invasion

This fall about 480 Ameri- cans are studying Arabic at the American University in Cairo (AUC), more than double the pre-9/11 enrollment. A Modern Language Association survey from fall 2002 found that 10,600 American students were studying Arabic, up from 5,500 in 1998. Educators say that number has continued to rise, with dozens of universities adding Arabic to their curricula.

[...] The numbers are still modest when compared to the estimated 350,000 US students studying German.
- New surge of Americans studying in the Arab world

I actually think there are as many Scandinavians here, but that's another story.
Agust skrifaði kl. 20:07
Flokkun: English

nóvember 18, 2004

Pýramítar, taka 2

Á laugardaginn, 13. nóvember, fór ég aftur að skoða pýramítana. Það reyndist jafn ánægjuleg ferð og sú fyrri var ekki. En fyrst skal segja frá fyrri ferðinni.

Lesa áfram
Agust skrifaði kl. 11:08
Flokkun: Íslenska

nóvember 12, 2004

Ekkert skeyti

Eg er half skuffadur ad eg fekk aldrei skeyti fra rikisstjorninni um ad vera fulltrui Islands vid jardarforina i morgun.
Agust skrifaði kl. 19:32 | Comments (1)
Flokkun: Íslenska

nóvember 10, 2004

Ég á að vera erlendis

Ég á að halda mig erlendis. Það gerir íslenska pólitík greinilega mun skemmtilegri.

Í sumar var vart fyrr komið af landinu en forsetinn sagðist ekki kvitta undir Fjölmiðlalögin. Og nú er borgarstjórinn blessaður að segja af sér að evrópskri vísu. Einsog sannur afsagður stjórnmálamaður er það vegna olíufyrirtækja-skandals.
Agust skrifaði kl. 17:30 | Comments (1)
Flokkun: Íslenska

Flutningar

Ég áforma að flytja úr íbúðinni minni að Sharía Mahmúd Azmí. Ég á eftir að sakna þessa kaffihúss, hvar ég sit núna og drekk morgunkaffið mitt eina ferðina enn. Ég á eftir að sakna þess að bókstaflega búa á fjölförnustu götu borgarinnar, þar sem maður fær taxa um leið en um leið verð ég dauðfeginn að losna við umferðarhljóðið, sem var meira en ég ætlaði í upphafi – og að búa einsog fangi í íbúð þar sem aldrei er hægt að opna glugga eða svalir, því þú gætir allt eins farið í picknick á Miklubrautinni, nema hvað hún er ekki á tveimur hæðum einsog 26. júlí stræti.

Í gærkvöldi fór ég og heimsótti Eric frá Quebeck, að skoða íbúðina hans. Ég kynntist honum í gegnum vini mína hérna úti. Hann býður mér að leigja með sér þennan mánuð sem ég á eftir. Hann er hérna í starfsþjálfun hjá Kaíró-skrifstofu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) og verður hérna í nokkra mánuði. Það vill reyndar þannig til að ég þekki báða starfsþjálfunarnemana hjá ILO í Kaíró, því ég kynntist Eric í gegnum hana Paulu frá Ítalíu, sem er svo samleigjandi vinkonu vinkonu vina minna. Fólk sem þekktist ekki fyrir viku en eru núna allir saman bestu vinur. Að vera útlendingur í ókunnugu landi án vina og fjölskyldu gerir mann að vini allra hinna útlendinganna sem maður kynnist í gegnum vini sína. Alla þyrstir í félagsskap eftir mismargar vikur af einangrun.

Lesa áfram
Agust skrifaði kl. 11:01 | Comments (1)
Flokkun: Íslenska

nóvember 09, 2004

New pictures

I've just posted some new pictures here.
The text with the pictures is in English because the people on the pictures won't understand it if I write it in Icelandic.
The second half of the album is taken from the roof of a mosque, whose name I'm not absolutely sure of to be honest.

Hvað um það, má ég kynna: Filma 4!
Agust skrifaði kl. 1:40 | Comments (1)
Flokkun: English

nóvember 08, 2004

Filma 3

Var að setja inn filmu 3 á netið. Þarfnast fæstar útskýringar. Ferð til túristavítisins í Gíza, hvar steinkumbaldar foraldar standa og laða til sín Vesturlandabúa í fjöldaframleiddum túristareisum og hösslara og þjófa af verstu gerðum.
Nánar um þá ferð síðar, insjallah, því nú er kominn tími að fá sér kvöldmat.
Agust skrifaði kl. 19:51 | Comments (1)
Flokkun: Íslenska

Update

Ég hef ekkert skrifað í nokkra daga. Ástæðan er sú að bæði hef ég haft nóg að gera og lánaði ég tölvuna mína í nokkra daga.

Ég set vonandi "filmu 3" hérna inn í dag og í kvöld fæ ég þá fjórðu úr framköllun. Á filmu 3 eru myndir frá pýramítunum í Giza og skemmtileg mynd af týpískum, kaíróskum strætó.

Um næstu helgi er Eid al-Fitr. Veit ekki hvað ég geri. Það verður hitabylgja, 35 stig í Kaíró, sem er mjög heitt m.v. nóvember. Myndi langa á Miðjarðarhafsströndina - frekar en Rauða hafið, sem er heitara svæði.

Sit hérna með morgun-kaffið mitt á Cilentro. Ég á eftir að sakna staðarins, eða kaffisins öllu heldur, ef ég hlyt um miðjan mánuðinn einsog allt lítur út fyrir. Á bara eftir að afgreiða forlegheit á borð við að finna nýja íbúð :-)

Nóg um það, ég þarf að mæta í skólann eftir 40 mín. og á eftir að breyta nokkrum setningum í neikvæða mynd.

ps.
Ég fékk kort frá London í gær. Shanty-íbúðin mín lítur ögn betur út þegar Audrey Hepburn er komin upp á vegg.
Agust skrifaði kl. 10:51
Flokkun: Íslenska

nóvember 02, 2004

Myndir

Búinn að setja fyrsta skammtinn inn af myndum sem ég er búinn að taka.
Má ég kynna, filmu nr. 2!
Agust skrifaði kl. 18:56 | Comments (3)
Flokkun: Íslenska

Iftar

Hér sést fólk borða iftarinn sinn á milli þriggja akreina á hvorri hlið í götunni fyrir framan húsið mitt. Það eru tveir staðir á "umferðareyjum" í þeirri götu og gatan við hliðina á húsinu mínu er undirlögð undir iftar þar að auki. Og þetta er bara rétt í kringum húsið mitt!
Agust skrifaði kl. 0:32
Flokkun: Íslenska