apríl 30, 2005

Sprenging í Kaíró

Fyrir u.þ.b. tveimur klukkutímum var gerð sprengjuárás á stoppistöð rétt hjá Egypska safninu í Kaíró. Samkvæmt því sem ég hef heyrt var einnig sprenging við Citadelluna.

Skv. fréttum dó einn Egypti, sem jafnvel er talinn árásarmaðurinn, þrír Egyptar særður og fjórir útlendingar. Tveir Ísraelar, einn Ítali og sá fjórða fórnarlambið ku vera annaðhvort sænskt eða rússneskt.

Mamma, pabbi og systir mín eru að koma með flugi frá Kaupmannahöfn eftir rétt rúman klukkutíma. Það verður gaman að segja þeim tíðindin. Gæti hljómað einhvern veginn svona:
Og þarna á hægri hönd undir brúnni fyrir framan Ramses Hilton var sprengjuárás gerð um fjögurleytið í dag. Fjórir túristar slösuðust. Þarna við hliðina á er Egypska safnið sem við ætlum að heimsækja ekki morgun, heldur hinn. Nema auðvitað að þeir loki því af öryggisástæðum. Hótelið hinum megin við safnið er svo Nile Hilton, þar sem þakterrasið er eftirlætisstaðurinn minn í miðbænum að heimsækja, fá sér einn kaldan eða mintute eftir skapi og hitastigi og horfa á sólina setjast ofan á Pýramítana.
Þarna rétt hjá, hinum megin við ánna, er svo fyrsta íbúðin sem ég bjó í hérna í október og nóvember.
Ha? Nei, ég er ekki hræddur. Ég var það allavega ekki fyrr en í dag, þegar þið komuð. Núna finnst mér ég vera með stóran túristastimpil á enninu og veit ekki hvað mér á að finnast... Já, við förum alveg að koma heim.
Viðbót: Og nú hefur komið í ljós að árásin við Citadelluna var með þeim hætti að tvær huldar konur skutu að rútu með túristum, þrír særðust lítilsháttar. Lögreglan við Citadelluna skaut aðra árásarkonuna til bana og særði hina.
Agust skrifaði kl. 17:59 | Comments (4)
Flokkun: Íslenska

apríl 28, 2005

Ferðasaga

Ég kláraði loksins fyrri hluta ferðasögunnar Beirút-Damaskus.
Ferðasagan er skrifuð á ensku af hagkvæmnisástæðum.
Agust skrifaði kl. 23:55
Flokkun: Íslenska

Istanbúl-Konstantínópel

Aðfararnótt mánudagsins 9. maí flýg ég frá Kaíró. Án efa verður það með söknuði í hjarta. Áfangastaðurinn verður Istanbúl, þar sem áætluð lending er um klukkan sex að morgni.

Planið er að skoða Istanbúl á mánudeginum, sofa þar eina nótt, eiga góðan hálfan dag til viðbótar við Bosborus og fljúga sem aftur með Turkish Airlines til Heathrow klukkan sjö um kvöldið, þriðjudaginn 10. maí.

Ég var að panta hótelgistingu og er hún ekki amaleg, lítið fjögurra stjörnu hótel með þakterrasi með útsýni yfir gömlu borgina. Fyrir það fæ ég að borga rúmar fjögur þús. krónur með morgunverði en fyrir það fæ ég ýmsan lúxus, t.d. göngufæri frá öllum stöðunum sem ég ætla að heimsækja, þráðlaust internetsamband í herbergi og já, þessar líka svalir til að nýta til morgunverðaráts og shishureykinga.

Á mánudeginum ætla ég því að horfa á sólsetrið frá þessum svölum, drekka te og reykja shishu (eða na'gílu einsog hún er kölluð í Tyrklandi).
Agust skrifaði kl. 17:40
Flokkun: Íslenska

apríl 27, 2005

Thai og Little Britain

Í kvöld bauð ég Gavin og Aishu í tælenskan mat. Eldaði krabba-grænkarrýsúpu í forrétt og svo var mín útgáfa af "kao pad ped" í aðalrétt. Steiktar smáttskornar kjúklingabringur með grænmeti og hrísgrjónum og auðvitað vel rúmlega af sætchillisósu (sú sem ég fann í Metró súpermarkaðinum hérna er jafnvel betri en þessi frá Thai Choice sem ég kaupi alltaf heima).

Kílóið af kjúklingabringum í dýrum súpermarkaði sem stílar inn á hina ríku og útlensku kostar um 300 krónur íslenskar. Er nema von að það er strax kominn söknuður í mann að vera að fara héðan.

Eftir matinn borðuðum við bestu súkkulaðiköku í heimi (frá Marriott bakaríinu) með heitum vanillubúðingi úr dós sem G+A keyptu í Dúbaí.

Og horfðum á Little Britain. Eitthvað fyndnasta sjónvarpsefni sem ég hef séð. Horfði á fjóra fyrstu þættina. G+A keyptu 1. seríuna á dvd í Dúbaí og ætli ég sjái ekki seinni helminginn af henni á morgun eða hinn. Matt Lucas og David Walliams eru augljóslega snilldar grínistar.
Agust skrifaði kl. 4:25
Flokkun: Íslenska

apríl 26, 2005

Kominn í menninguna

Kominn aftur heim eftir að hafa eytt helginni í eyðimörkinni. Vel heppnuð ferð og yndislegt að komast í almennilegan heitan pott utandyra. Hvíta eyðimörkin er frekar súrrealískur staður.
Myndir og ferðasaga á morgun, inshallah.
Agust skrifaði kl. 1:41
Flokkun: Íslenska

apríl 22, 2005

Út í eyðimörkina

Á morgun fer ég í 4-5 tima rútuferðalag tæpa 400 km út í eyðimörkina með Aline og Simonu. Þar gistum við á 3 stjörnu eyðimerkur-spai í tvær nætur. Á sunnudaginn verður haldið út í eyðimörkina á jeppum, ef guð lofar.
Vinin sem við heimsækjum og gistum í heitir Bahariyya. Þaðan er stutt í "Svörtu eyðimörkina" sem svo heitir vegna svarts litar sökum járns í jarðveginum. Þar fyrir sunnan, eina 100 km. frá vininni er "Hvíta eyðimörkin", líklegast frægasta og fallega eyðimörk landsins. Landslagið þar er með ólíkindum og minnir stundum á íslenska hálendið að vetri til, nema hvað granítssandurinn myndar hvíta skúlptúrana og klettana. Hvíta eyðimörkin hefur stundum verið borin saman við Grand Canyon, slíkt náttúruundur þykir hún.

Við komum svo aftur í borgina á mánudagskvöld.

Ég hlakka mikið til en guð má vita að við fátt er mér jafn illa við og langar rútuferðir. Þessi ætti þá að vera vel þess virði.
Agust skrifaði kl. 19:10
Flokkun: Íslenska

Dýragarðurinn

Ég hef verið skammarlega latur við að skrifa á þessa síðu. Nú skal úr því bætt (af veikum mætti).

Mitt helst afrek síðustu tvær vikur, fyrir utan að reyna að læra eitthvað í arabísku og lifa mínu ljúfa lífi hérna, var að heimsækja grafreitinn fyrir utan borgina sem oft er kallaður "Borg hinna dauðu". Í þessari borg/grafreit búa nefnilega hátt í tvær milljónir manna. Ansi mögnuð sjón að koma þangað. Set myndir inn eftir helgi.

Í vikunni heimsótti ég svo dýragarðinn í Giza. Þetta er gamall og stór dýragarður, einsog allar helstu borgir Evrópu státuðu af hér áður fyrr - áður en dýravernd varð tískuorð dagsins og flestir dýragarðarnir eru nú vart svipur hjá sjón.

Í Kaíródýragarðinum eru ýmis dýr og kvikindi. Krókódílar og allskonar afrísk dádýr, enda svosem stutt að sækja þau. Risa-landskjaldbökur lágu makindalega í sólinni og bitu gras. Skemmtilegastir af öllum voru þó babúnarnir. Þeir búa 30 saman, þar af 3-4 karldýr, og lætur ungviðið öllum illum látum.
Aðgangseyririnn er 25 kasr, 3 kr. íslenskar. Fyrir vikið er dýragarðurinn notaður helst sem almenningsgarður, enda heimsins minnsta framboð á grænum reitum fyrir almenning í þessari borg - nema fyrir þá sem geta keypt sig inn í einkaklúbbana. En þar sem verðið er viðráðanlegt fyrir alla fylkjast þangað fjölskyldur í picknick og hinir alræmdu egypsku "krúserar". Fyrir vikið fengu vinkonur mínar tvær sem fór með mér óskipta athygli frá hormónabullunum.
Annað merkilegt við dýragarðinn var að við sáum tvö ung pör kyssast opinberlega. Það er nokkuð sem ekkert okkar hafði séð hérna áður.
En aftur að dýragarðinum sjálfur, þá er þetta einsog að heimsæja hvern annan dýragarð fyrir 30-40 árum síðan. Dýrin er í frekar litlum gerðum og búrum og t.d. fíllinn bundinn við húsvegg svo fólk geti myndað sig betur með honum. Skemmtun gestanna af dýrunum er frekar í fyrirrúmi en velferð þeirra.
Agust skrifaði kl. 19:04
Flokkun: Íslenska

apríl 16, 2005

Beirut & Damascus, part I

Þar sem það skilja allir ensku sem hafa beðið eftir þessari sögu en ekki allir skilja íslensku verður enskan notuð í þessari ferðasögu.

When I left Cairo in December and had decided to return, I was certain to use the opportunity and travel to Lebanon and Syria.

The original plan was not to go alone but after bombings and delayed student loans I ended up going on my own. I wanted to go and in a strange way I felt like I had to go to Beirut, like in a support of the Lebanese.

To get a Syrian visa in Cairo, I had to have a six month residential permit here. I needed to extend my permit anyway so I went to the Mugamma to do so. That took couple of hours, since the government was concerned with an organized protest from the Muslim Brotherhood and sent two or three thousand soldiers to Tahrir Square to keep us all safe from such troubles. Being a tall, ginger bloke I was able to get to the Mugamma, which looked almost deserted that morning. The day after I got my passport back and acquired a visa from the Syrian embassy in Cairo (as an Egyptian residents I saved couple of dollars by doing that, not to mention time at the borders), which is hidden in a residential area in Dokki, in a big house with a small office in the basement. Certainly not the glamour that surrounds the embassy of Qatar, my neighbour, but that's another story. So, I was ready to go, with a Cairo-Beirut, Damascus-Cairo ticket.

March 30
I arrived at Beirut International Airport late on March 30th. I hassled with a taxi driver, 20.000 LLP to get to my hotel in Hamra. When we were at the hotel he demanded $30, twice as much. I protested in Arabic and refused to pay any dollars to begin with, “I’m not American, I don’t use dollars” I told him unkindly in Arabic. We argued and the hotel staff acknowledged that the official rate was $30. Finally, he gave up and we settled on 30.000 LLP ($20). An old Lebanese who was in the lobby apologised for not interfering, said those guys were tough and they would throw rocks through the windows if they would intervene – but 30.000 LLP was “fair”. My first night in Beirut and I’d had my first “conflict” before I checked into my hotel room. A good start!

Lesa áfram
Agust skrifaði kl. 16:35 | Comments (0)
Flokkun: English

apríl 14, 2005

Fleiri myndir

Restin af myndunum úr ferðalaginu eru komnar á netið.
Filma 6 og filma 7.

Nú er bara að koma ferðasögunni á netið sem fyrst.
Agust skrifaði kl. 20:02
Flokkun: Íslenska

apríl 11, 2005

Á teppi yfir fjöllin

Þegar ég tók leigubílinn frá Beirút til Damaskus var það ekki neinn Peugeot 504 heldur Dodge Coronet árgerð 1973. 318 kúbiktommur.

Stóru leðursætin í þessum bílum eru eiginlega líkari bekk. Það er allavega alveg sérstök kúnst að sitja í þeim, það einhvern veginn segir sig sjálft að maður þarf að halla sér aðeins til hliðar. Flestir sýrlensku leigubílana sem fara fram og til baka á hverjum degi milli höfuðborganna eru gamlir amerískir kaggar. Þessi var, ef eitthvað var, í yngri kantinum. Flestir virtust vera frá seinni helmingi 7. áratugarins. Flestir voru Dodgear en nokkuð um Chevrolet og færra af öðrum tegundum. Örfáir Benzar, sem annars eru víst algengastir í þessum langferða-leigubílabransa í Mið-Austurlöndum. Að taka gamlan leigubíl svona er mjög algengur ferðamáti í Mið-Austurlöndum, oftast bíða þeir á sérstökum stöðum og fara af stað um leið og þeir fyllast. Ég kaus aftur á móti þægilegri kostinn og tók "prívat" taxa. Borgaði þess vegna $70 sem ég hefði getað náð í 50 ef ég hefði séð um það sjálfur en ég hreinlega nennti ekki að standa í prútti niður á stöð, sem er í öðrum enda Beirút en hótelið mitt var, þegar ég gat látið hótelstaffið panta fyrir mig leigubíl fyrir ekki meiri extra pening.

Ég gleymdi, því miður, að taka mynd af leigubílnum. Ætlaði auðvitað að gera það en gleymdi því þegar við komum til Damaskus. Ég fann hinsvegar mynd á internetinu sem er nákvæmlega af þessu módeli. Eini munurinn er að hinn er allur málaður gulur, þar sem leigubílarnir í Damaskus eru heiðgulir á lit.
Agust skrifaði kl. 13:24 | Comments (2)
Flokkun: Íslenska

apríl 10, 2005

Myndir

Ég er að vinna í því að koma myndunum frá Líbanon og Damaskus á vefinn. Það tekur meiri tíma en mig grunaði. Reyni að skrifa eitthvað með hverri mynd. Ég stækkaði myndirnar aðeins, m.v. hvað ég hef sett á vefinn hingað til, þannig flutningurinn yfir á serverinn tekur líka enn meiri tíma en áður, þar sem ég er bara með símalínusamband hérna heima.
Fyrstu tveir hlutarnir af fjórum er hinsvegar kominn á netið: Filma 4 og Filma 5.
Agust skrifaði kl. 17:24 | Comments (1)
Flokkun: Íslenska

apríl 07, 2005

Kominn heim

Skringilega þægileg tilfinning að vera kominn heim - í skítuga íbúð.

Finnst nánast einsog ég sé kominn í menninguna aftur eftir nokkra daga í Damaskus.

Held að það sem hafi farið með mig þar hafi verið að finna ekki eitt einasta kaffihús sem bauð upp á mannsæmandi kaffi...
Agust skrifaði kl. 1:28 | Comments (1)
Flokkun: Íslenska