september 30, 2003

Puzzledonkey.org

Ókei, ég er búinn að reyna og reyna að svara fyrstu spurningunni en ég get það ekki. Buddy og Malcolm eru líka búnir að vera að hjálpa en ekkert gengur... hjálp einhver?

Svan

Posted by Svan at 07:38 FH | Comments (1)

Leigan

Borgaði leiguna í dag. 11.800 yen fyrir tvo mánuði. Það eru heilar 8.200 krónur rúmar. Fyrir tvo mánuði. Ekki get ég kvartað.

Svan

Posted by Svan at 07:37 FH | Comments (0)

Karíóki bar og bananabjór

Ég smakkaði bjór með bananabragði í gær. Hann var gulur. Ég er ekki að tala um "bjórgulur" (that should be a color) ég er að tala um massívan gulan lit sem þú sérð ekki í gegnum.......and it was wierd. Ekki vondur, en ótrúlega furðulegur. Svo smakkaði ég Saki, bjóst við að fá 1 staup eða eitthvað en fékk svona minikönnu sem innihélt 5 staup. Þetta er alltof sætur drykkur. Manni kligjaði alveg við þessu. Ég held samt að þetta hafi verið svokallað "sætt saki", ég að minnsta kosti vona það því ef það er til eitthvað sætara saki heldur en þetta þá er eitthvað alvarlegt að.

Svo fórum við skiptinemarnir á karíóki bar í gær ooooggg það var svona nett upplifun. Það voru þrettán herbergi, öll hljóðeinangruð sem að fólk var inn í, annað hvort í hóp eða einsamalt að gaula. Ég hefði gefið hægri hendina á mér fyrir vídeókameru því að Bendt og Andrei voru svo stórfenglega út úr því þegar þeir tóku Bohemian Rapsody. Mér var að sjálfsögðu "ýtt" upp á svið (af því að ég hafði svo mikið á móti því) og tók ég svona um 5-6 lög.

Svan

Posted by Svan at 07:36 FH | Comments (0)

Eitt besta hrós sem ég hef fengið á ævinni

Nokkrir skiptinemarnir, þar á meðal einn kani, héldu að við töluðum ensku á Íslandi vegna þess hve enskan mín væri góð :D Svo höfum við Bendt verið að tala mikið saman á ensku svona í kurteisispælingum gagnvart hinum, þannig við stökkvum ekki allt í einu yfir í íslenskuna...fólk gæti misskilið eitthvað, haldið að við séum að tala illa um þau eða eitthvað. Svo allt í einu þegar við fórum að tala saman á íslensku út af einhverju, þá vorum við spurðir hvaða tungumál þetta væri :)

Svan

Posted by Svan at 07:36 FH | Comments (0)

Hvatning til að drulla mér frammúr snemma

Þegar það er morgun hjá mér (eld snemma) þá er seint um kvöld heima. Fínasti tími fyrir internet tjatt :) I do a lot of catching up during these early morning hours...

Svan

Posted by Svan at 07:36 FH | Comments (0)

september 29, 2003

ADSL leiðangur

Fumi og Takayo eru að reyna að finna fyrir okkur provider fyrir nettenginu í herbergin okkar. Man hvað mig langar í nettenginu í herbergið mitt. Mér sýnist að sá sem við tökum sé með 25.600 yena startkostnað og svo 5.800 yen á mánuði fyrir 12mbps tengingu (ef þetta eru 12 megabæti per second þá brosi ég út að eyrum :D). Þar sem Ísland er held ég eina landið sem telur magn sem er niðurhalað þá held ég að download-in séu unlimited...og með svona hraða tengingu þá ætti maður að geta nýtt það töluvert :D

Svan

Posted by Svan at 07:35 FH | Comments (1)

Loksins loksins

Núna erum við Bendt orðnir kúl. Við eyddum síðustu yenunum okkar í að fjárfesta í regnhlífum. Við erum reyndar ekkert voðalega kúl því regnhlífarnar okkar eru glærar og úr þynnsta plasti í heimi (enda kostuðu þær 300 yen í bókabúðinni). En nevertheless þá erum við stoltir eigendur regnhlífa.

Svan

Posted by Svan at 07:29 FH | Comments (2)

september 28, 2003

Sprínklíng de fluur

Á einhver einhverja Swedish chef scetcha úr the Muppets? Oh, yeah and I need a CD key for Half Life...ef einhver nennir að senda mér meil yrði ég voðalega glaður :)

Svan

Posted by Svan at 07:29 FH | Comments (3)

Ruslafötur

Eitt sem ég skil bara ekki fyrir mitt litla líf. Allar göturnar hérna úti eru geðveikt hreinar, en það eru nánast hvergi ruslafötur. Heima er ruslafata á öðrum hverjum ljóastaur í miðbænum, samt er mun meira af drasli þar en hér. Ég hef verið að drekka vatn úr flösku og kannski gengið með þessa flösku á mér í svona 10 mínútur áður en ég nenni ekki að halda á henni lengur og labba inn í einhverja random búð og bið þá um að henda þessu fyrir mig. Þá er venjulega horft á mig og spurt af hverju ég endurvinni þetta ekki eða hendi þessu í þartilgerðar fötur....well, because there aren't any.

Kannski eru þeir að fela þetta fyrir unsuspecting foreigners sem verða sektaðir fyrir að henda rusli á göturnar.

Svan

Posted by Svan at 07:28 FH | Comments (0)

Pakkningar

Japnanir pakka öllu geðveikt vel. Ég keypti mér kexpakka um daginn, þar sem öllum kexkökunum er pakkað inn sérstaklega, ein og ein í pakka. Ostur, allar sneiðarnar í sitthvorri pakkningunni. Ritz kex er einna skárst þar sem 10 eru saman í pakka (sem er btw inn í aðalpakkanum). Skinka, 3 stykki saman í pakka en þú kaupir 6, þannig það er einn aðalpakki með tveimur "undirpökkum". Ég hitaði mér upp minipizzur í gasofninum mínum í hádeginu í dag. Ég setti eina ostsneið eina skinkusneið og svo nokkrar auka pepperonisneiðar ofan á hvora minipizzuna, en þar sem pizzunum er bæði pakkað í aðal og undirpakka líka þá var allt eldhúsið þakið tómum plastpakkningum hingað og þangað út um allt. Jógúrt, jógúrt er í minnstu pakkningum í heimi, ég held að það sé 0,1 líter í hverjum pakka. En það er allt í lagi því þú kaupir jógúrtið í six pack. Ég borða minnst 3 á hverjum morgni, út á eina skál af morgunkorni. Af hverju er þetta ekki í einum pakka? Það má guð vita.

Ég er hættur að naga á mér neglurnar út af þessu, einhvernvegin þarf ég að getað opnað allt þetta drasl án þess að þurfa að ganga með hníf eða skæri á mér allan daginn.

Svan

Posted by Svan at 07:28 FH | Comments (0)

ummm.....???

Er efsta commentinu nokkuð beint til mín? Nei, ég held ekki en það gæti svo sem alveg verið...

Svan

Posted by Svan at 07:27 FH | Comments (0)

Regnhlífar

Ég og Bendt erum voðalega mikið út úr hérna í japan, því við eigum ekki regnhlífar. Það eiga allir(!) regnhlífar. Ef það er svo mikið sem ský á himni, þá ganga allir um með regnhlífar. Við fórum í svona tour um campusinn á föstudaginn síðasta og þegar einhver yfirmaðurinn stakk upp á því að fara út að skoða heilsugæsluna, þá sagði guide-inn okkar alveg beint frá hjartanu: "But it's raining" og setti upp svakalegan hvolpasvip svona til að grátbiðja hann um að neyða hann ekki út. Ég og Bendt erum náttla eins og alvöru Íslendingar og látum rigninguna ekkert á okkur fá og allt regnhlífarfólkið starir á okkur. Þeir sem eru það óheppnir að vera ekki með regnhlífar þegar þeir labba út nota eitthvað annað til að skýla á sér höfðinu. Ég sá stelpur nota stílabækur sem voru fullar af skrifuðum texta til að skýla sér fyrir rigningunni, og að sjálfsögðu voru bækurnar orðnar ónýtar af bleytu. Heima þá yrði þetta hinsegin, það er að bókunum yrði skýlt á meðan maður yrði sjálfur blautur.

Furðulegt

Svan

Posted by Svan at 07:26 FH | Comments (0)

Eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei lenda í

Þið vitið svona smakkbásar í súpermörkuðum...ég lenti í einum svoleiðis sem var að bjóða að smakka rauðvín og hvítvín...í súpermarkaðnum. Þetta var svo súreallískt að það hálfa væri nóg. Það er ekki nóg með að það skuli vera búðir opnar 24/7 sem selja áfengi úr ísskápum, heldur eru gefin smökk í svona básum. Mér fannst þetta alveg hrikalega furðulegt, sérstaklega hvernig þetta er heima. Sjáiði þetta fyrir ykkur í ÁTVR?

Svan

Posted by Svan at 07:26 FH | Comments (0)

Hvaða helvítis

Ég held að skarðið á milli framtannanna á mér sé að stækka óðfluga...ekki er ég að nenna að fá spangir aftur!

Svan

Posted by Svan at 07:25 FH | Comments (1)

september 27, 2003

Heimkoma

Ég er nokkuð ákveðinn í því að koma heim í vorfríinu mínu. Það er tæpir tveir mánuðir, og ætla ég að eyða að minnsta kosti einum heima á Íslandi. Restin af fríinu fer annað hvort í það að skrifa þessa blessuðu BS ritgerð eða þá að ferðast um Japan eða Asíu. Við vorum jafnvel að spá í að fara til Nýja Sjálands eða Ástralíu, en það mun bara lengja flugið fyrir mig heim þannig Thailand er hæst á óskalistanum hjá mér at the moment :) Ég ætla bara að láta þetta ráðast allt saman...

Svan

Posted by Svan at 07:25 FH | Comments (0)

The name is Ash ... [cocks shotgun] ... housewares

Foreldrar mínir eru jafnvel að spá í að koma í heimsókn til mín um jólin til Japans. There are a number of things that I would like them to bring me. Í fyrsta lagi þá langar mig í auka batterý fyrir laptoppinn minn og tölvuleiki(!) gawd hvað mig vantar eitthvað til að stytta mér stundir með. Warcraft 3 og Morrow wind eru alveg málið. Invisibles serían sem mér tókst að gleyma heima hjá mér mætti líka fá að fljóta með.

DVD myndir...where to begin??? Það væri alveg ágætt að fá bara allt innihald DVDskápsins heima hingað uppeftir. Svo er möst að kaupa Lord of the Rings: The Two Towers extended edition og bring it to us. Humm... mér á eftir að detta eitthvað meira í hug I'm sure...en þetta er svona það helsta.

Svan

Posted by Svan at 07:24 FH | Comments (0)

Netsambandsleysi á sunnudögum

Öllum tölvustofum í skólanum er lokað á sunnudögum okkur skiptinemunum til mikils ama. Ef ég þarf nauðsynlega að komast á netið, þá get ég brotist inn (literally) inn í eitt vinnuherbergi og þar er meira að segja almennilegt msn og allt... Jei, ekki þetta bölvaða www.wbmsn.com kjaftæði. Ég hef annars verið að nota tjatt forrit sem að Bendt er með á netinu vegna þess að þetta wbmsn er í rauninni algjörlega ónothæft.

Svan

Posted by Svan at 07:24 FH | Comments (0)

Traditional japönsk tónlist

Fór á tónleika í dag, með Bendt, Andrei, Joi, Christina, Takayo og Fumiko. Vinkona Takayo bauð okkur. Þetta var vægast sagt algjör snilld. Tónleikarnir voru 3 tíma og korter og voru tekin 8 lög. Kimino-in sem konurnar voru í voru ótrúlega flott, ég var að plana að kaupa svoleiðis handa my significant other en mér var sagt að traditional kimono kostar svona um 500.000 yen...sem er aðeins fyrir ofan mín budget mörk (yenið er á 0,7 krónur).

Ég var duglegur að taka myndir af tónleikunum, þar á meðal 3 myndbandsbúta sem eru um 80 mb samtals, þannig ég efast um að ég hendi þeim á netið þegar ég verð kominn með tenginu í herbergið mitt þrátt fyrir að mig langi til að deila þeim með heiminum...

Svan

Posted by Svan at 07:23 FH | Comments (2)

Skrýtni maðurinn á hjólinu

Sami gaur og stoppaði mig og Bendt um daginn og fór að monta sig af því að hann kynni ensku fór að tala við okkur aftur í dag, og endurtók samtalið alveg 100%. Hann hlýtur að sitja fyrir fólki, því þetta var á nákvæmlega sama stað. "Hi, I speak english"..."What's your hobby"..."Where are you from"

Við erum víst ekki fyrstu skiptinemarnir sem lenda í honum :p

Svan

Posted by Svan at 07:23 FH | Comments (0)

Semsagt.net liggur niðri núna :(

Vegna tæknilegra örðuleika (ofnotaðasta hugtak í heimi) þá liggur Movable Type síðan mín niðri, en ég á von á að hún kicki upp bráðlega. Ég er að spá í að hreyðra um mig hérna aftur þangað til...smá flashback :)

Svan

Posted by Svan at 07:22 FH | Comments (0)

september 24, 2003

...like drunken fucker on a Saturday night, up came the Bottle of Smoke

Vúbbdídú...ef ég hefði gert þetta heima þá hefði ég hengt mig...mér tókst að gleyma frekar persónulegu bréfi útprentuðu á borði í tölvustofunni í skólanum. Sem betur fer var það á íslensku svo ekki nokkur lifandi maður skildi það, but still...

Svan

Posted by Svan at 12:35 EH | Comments (2)

Takmörkun Microsoft á MSN notkun

Nú ætlar Microsoft að takmarka aðgang allra landa að msn, samkvæmt mogganum. Er það þá ekki spurningin að fá sér eitthvað annað forrit, ég held það bara.

Svan

Posted by Svan at 12:02 EH | Comments (2)

Netmál

Kíktum á internetprovidera í dag. Þetta lítur ekki út fyrir að vera eins dýrt og okkur var hótað, 25.600 yen í startgjald og um 5.000 yen á mánuði hjá fyrsta providernum fyrir ADSL tengingu sem við kíktum á en ekki 80.000 yen eins og þau í international center-inu sögðu við okkur. Svo fóru þær stelpurnar að grúska á netinu fyrir okkur og fundu þar einhvern provider sem sagðist geta boðið upp á 19.000 yen í uppsetningu og 800 kall á mánuði eftir það fyrir sambærilega ADSL tengingu og hjá fyrsta providernum.....Það er eitthvað að segja mér að það sé einhver falinn kostnaður þarna á bakvið, en við ætlum að kanna þetta betur.

Svan

Posted by Svan at 11:59 FH | Comments (0)

Gestathrautir i tolvumalum

Oll styrikerfi herna eru a Japonsku. Thetta er hrikalega boggandi ad thvi leiti ad madur verdur ad giska a, muna og threifa sig afram i thvi sem madur aetlar ad gera. Til daemis ad breyta ur japonsku lyklaborda setting-i yfir i islenskt, tungumalin eru med japonsku letri. Eg verd ad fara ad laera hvernig "icelandic" er skrifad a japonsku...

Af hverju tharf allt ad vera svona flokid :)

Svan

Posted by Svan at 03:51 FH | Comments (2)

Snidugast i ollum heiminum

(Sry, engir islenskir stafir nuna)

Mobile siminn minn er med email addressu. Thetta thydir thad ad eg get baedi sent og tekid vid mailum eins og eg vaeri ad taka vid sms. Addressan min er NOSPAM09013808605@jp-d.ne.jp (taka bara "NOSPAM" i burtu, eg vil ekki vera floodadur af spam-i med thvi ad birta thetta a netinu). Eg a eftir ad setja thetta upp (tharf ad fa sma hjalp tar sem eg hvorki skil japonsku nogu vel hvad tha lesid hana til ad geta flett i gegnum user manualinn) en thad verdur gert innan skamms. Thessi adressa mun lika breytast bradlega ut af sameiningu fyrirtaekja og mun eg lata vita hvenaer thad verdur.

Thetta er algjorlega thad snidugasta i heimi. Eg get tekid a moti jpg myndum og thess hattar i simann minn sem og fengid og sent e-mail. Jei...

Svan

Posted by Svan at 03:36 FH | Comments (0)

september 23, 2003

Erfiði á Bifröst

Nú er erfiðasta önnin sem skólinn hefur upp á að bjóða fyrir viðskiptafræðinema í gangi á Bifröst núna hjá annars árs nemunum. Fregnir herma að fólk sé jafnvel að læra um helgar...............hnuss! Illska skólayfirvalda hefur sér engin takmörk.

Svan

Posted by Svan at 09:35 FH | Comments (0)

Margar færslur í dag...

Yeah, I'm bored...In a way. Ég get ekki beðið eftir því að skólinn byrji, en ég veit að um leið og hann er byrjaður þá get ég ekki beðið eftir því að komast í frí. Mikið er maður flókinn stundum :þ

Svan

Posted by Svan at 06:53 FH | Comments (0)

Kvörtun frá Hermanni

Hemmi var eitthvað að væla undan því að síðan mín væri of dökk. I don't know, ég hef alltaf haft hana svona dökka ('cept that brief period when I was using upsaid). Spurning um að búa til nýja síðu handa Hemma, hafa hana svona nærbuxnableika eða eitthvað og fíla í fötum hoppandi hér og þar um skjáinn, yeah he would like that...

Svan

Posted by Svan at 06:51 FH | Comments (1)

Ég er víst fæddur á því herrans ári 56

Svoldið fyndið, núna er víst árið 15 og samkvæmt skólaskýrteininu mínu þá er ég fæddur á árinu 56. sem myndi þá gera mig 59 ára gamlan ef allt væri eðlilegt. Neibb, ég er ennþá jafngamall (22 ára) þrátt fyrir að fæðingarárið mitt hafi færst aftur um 25 ár. Síðasta "tímabil" hjá Japönum náði upp í 64, eftir það þá byrjuðu þeir að telja aftur upp á nýtt. Þá skv öllu ætti ég að vera 23, en þar sem á sextugasta og fjórða "ári" var einungis einn mánuður þá telst það varla með, en er þó þarna. Ætli það sé ekki eitthvað svipað að eiga afmæli 29. feb eing og að vera fæddur árið 64.

Anywhos, þá er ég heeeeiiiillllangt frá því að skilja þetta kerfi (þá aðallega af hverju þetta er svona), þannig ég varpa boltanum yfir til Gústa bessewisser til að fræða okkur um þetta mál :þ

Svan

Posted by Svan at 06:45 FH | Comments (3)

"...og engin eiturlyf heldur"

Ég talaði mikið við Andra Þór í kveðjupartýinu okkar Bendts áður en við fórum og þá sagði hann mér frá partýi sem hann var í heima hjá félaga sínum. Löggan kom um kvöldið í skotheldum vestum og bankaði upp á. Einhver nágrannanna var greinilega orðinn það pirraður á látunum í þeim að hann kvartaði undan notkun skotvopna. Þeir sem svöruðu dyrunum sóru af sér alla notkun skotvopna og löggan bað samt um að fá að leita í húsinu og þeir voru að fara að hleypa þeim inn þegar hlandölvuð stelpa kemur fram á gang og spyr hvað er að ske. Löggan segist vera að leita af skotvopnum og þá segir stelpan: "Það eru engar byssur hér, og engin eiturlyf heldur"...lögreglumennirnir horfa á hvorn annan í smástund og framkvæmdu líka fíkniefnaleit, þar á meðal á partýgestum...

Skemmtileg stemming sem hefur skapast, lögreglumenn í skotheldum vestum að lyfta upp öllum pullum í sófanum og grandskoða baðherbergið og leitandi á fólki eftir skotvopnum og eiturlyfjum.

Svan

Posted by Svan at 06:35 FH | Comments (0)

Einn smá spurningur

Ég og Bendt komum hingað uppeftir í sitthvoru lagi, hann lagði af stað fjórtánda en ég sextánda. Við fórum í þessa ferð þar sem fjöldi enskumælandi nemenda væri hægt að telja á fingrum annarar handar, og álíka margir eru í sama prógrammi og við, þ.e. þessu ársprógrammi. Skólinn byrjar þann fyrsta október. Við höfum verið svona frekar eirðarlausir síðan við komum hingað, jú reyndar höfum við verið að koma okkur fyrir hægt og rólega en þetta er alltof langur tími eiginlega. Við höfum verið að ferðast eitthvað um svæðið, fórum til Sapporo og svona en annars bara að hanga.

Af hverju í ósköpunum komum við svona snemma uppeftir? Ekki það að ég hafi haft eitthvað merkilegra að gera heima, en það er frekar leiðinlegt að vera svona eirðarlaus.

Svan

Posted by Svan at 06:25 FH | Comments (2)

Tiltekt í linkalistanum mínum

Ég held að það sé kominn tími til að taka til í linkalistanum mínum...ekkert alvarlegt, bara smá tilfærslur og svo að henda honum Braga út.

Svan

Posted by Svan at 05:46 FH | Comments (0)

Sólarhringurinn

Ég er búinn að vera í stanslausri baráttu við að snúa sólarhringnum við síðan ég kom hingað. Venjulega þá sofna ég svona um 17-18 leytið og vakna svona um 3-4 leytið um nætur, en núna loksins tókst mér að laga þetta eitthvað því ég vaknaði klukkan 6 sem er stórsigur :) Justin Timberlake faninn við hliðina á mér var líka vöknuð og byrjuð að fylla gangana með undirfögrum tónum að vanda...ef ég væri ekki svona umburðarlyndur hvað tónlist varðar þá væri ég búinn að kyrkja hana fyrir löngu :þ (segi svona)

Svan

Posted by Svan at 01:49 FH | Comments (1)

23. sept, þjóðhátíðardagur

Nú er svokallaður haustdagur hjá Japönum og þess vegna er skólanum lokað. Við Bendt fórum á netið hjá Fumi vegna þess að öllum skólastofum er lokað. Við ætlum niðrí bæ á eftir að skoða stemminguna, sem skv Fumi verður ekkert alltof mikil því þetta er einn af fjölmörgum þjóðhátíðardögum og eru allar búðir opnar.

Ég veit ekki hvort við ætlum að kíkja á þessi netmál í dag eða á morgun...en já, the sooner the better :)

Svan (netfíkill)

Posted by Svan at 01:44 FH | Comments (0)

september 22, 2003

Stafræn myndavél

Svo keyptum við Bendt okkur digital myndavélar í ferðinni okkar til Sapporo á laugardaginn. Þær kostuðu tæpan 50.000 kall með auka minni, auka batteríi, litla tösku og kort til að setja í lappann (sem ég komst seinna að að það passaði ekki neitt)...Ég held að við höfum sparað okkur ca. 50% á því að kaupa þetta hérna úti en ekki heima.

Svan

Posted by Svan at 10:20 FH | Comments (4)

...man you should have seen them kickin' Edgar Allen Poe

Við fórum í einhvern fiskiháskóla í Hakkadate í þessari tveggja daga ferð okkar og þar fórum við inn í herbergi sem var fullt af uppstoppuðum heimskautsdýrum. Þar á meðal voru fullt fullt af rostungum og ég byrjaði um leið að syngja "I'm the Walrus" (með minni undurfögru röddu)...ekki nóg með það að ekki nokkur lifandi maður hafi fattað þetta, þá spurðu mig tveir hvaða lag þetta væri...hnuss :þ

Svan

Posted by Svan at 10:02 FH | Comments (0)

Var að fá mér síma (og update á netmálin hjá mér)

Jæja, þá er minns búnað fá sér GSM síma. Númerið mitt er (0081) 9013808650. Þessi sími kostaði mig heil 2.700 yen sem er rétt undir 1900 kalli íslenskum, sem og að hann kostar mig 3.900 yen á mánuði og þar inni er frí símtöl fyrir 2.000 yen...sem eru rétt rúmar 12 mínútur í símtöl heim á klakann...að því gefnu að ég sé að hringja um kvöldin eða morgnana sem eru allar líkur á því að á þeim tíma sem það er rukkað 230 yen mínútan (161 kr.) þá er mið nótt eða rétt fyrir hádegi (og eins og allir vita þá er ókristilegt að hringja fyrir hádegi, sama hvað vikudagur er).

Reyndar þá get ég ekki hringt eitt né neitt út úr Japan fyrr en eftir kannski 2 vikur. Eitthvað furðulegt skrifræði, sem virðist vera ótrúlega mikið af hérna :s

Við létum tékka á því hvað það kostaði að fá net í herbergin okkar og okkur sýnist það vera um 13.000 yen sem rétt rúmur 9.000 kall. Það er náttla ekki neitt, og mánaðargjaldið er heldur ekki hátt...við ætlum að tékka betur á þessu á morgun.

Svan

Posted by Svan at 09:59 FH | Comments (3)

Sætar stelpur í skólabúningum í stuttum pilsum

Það er voðalega mikið af þeim út um allt hérna í Japan. Maður kemst ekki neitt án þess að sjá svoleiðis. Ekki það að ég sé að kvarta. Það skemmtilega er við þetta er að þær ganga líka í þessum fötum um helgar :) Don't know why though...

Svan

Posted by Svan at 09:52 FH | Comments (1)

Jei

Ég fann búð sem bæði selur Magic spil (á ensku og japönsku) og skipuleggur mót. Það verður prerelease næsta sunnudag, reyndar verða spilin á japönsku og þar sem þetta er prerelease þá þekki ég ekkert af þeim en það á bara eftir að vera gaman :)

Svan

Posted by Svan at 09:48 FH | Comments (0)

Svan nýbúi

Jæja, þá er ég að fara að skrá mig sem innflytjanda í borgarskrifstofunni í Otaru. Mér fannst það heví fyndið, ég fór í súpermarkað í gær og þá var lítið barn sem starði á mig og benti á mig og spurði foreldra sína að einhverju...ætli ég hafi ekki verið fyrsti hvíti einstaklingurinn sem barnið sér með berum augum.

Svo lentum við Bendt í ótrúlega fyndnum gaur í gær, hann sá það á okkur að við vorum ekki þaðan (well duh) og fór að blaðra við okkur á ensku. Um ekki neitt...gersamlega ókunnugur maður.

Hi, where are you from? What's your hobby? Where are you going? Are you gonna stay here long? You want to know my hobby? Gersamlega ókunnugur maður, höfðum aldrei séð hann áður. Mjög fyndið.

Svo sá ég einhvern hóp af gaurum vera að spila Yu-Ghi-Oh fyrir utan einhverja búð og ég fór inn til að gá hvort það væru seld Magic spil þarna, en nei :( Ég verð þá að leita betur.

Svan

Posted by Svan at 12:03 FH | Comments (3)

september 21, 2003

...he buzzes like a fridge, he's like a detuned radio...

Í næsta húsi fyrir neðan mig er tónlistarskóli. Í dag, mánudegi svona um 7:30 þá byrjaði trommuæfing. Hún var bloddy hávær. Ef ég væri ekki svona mikill morgunmaður (eins og ég er), þá yrði ég alveg brjálaður. Stelpan sem á heima við hliðina á mér er líka mikill Justin Timberlake fan og ef ég vil heyra hans undirfögru tóna þá er nóg fyrir mig að opna svaladyrnar hjá mér. Ég er hinsvegar að hlusta mikið á Tom Waits og Neil Young þessa dagana (plús OK computer) og hneykslaði það mjög þessa stelpur sitthvoru megin við mig, sérstaklega þó Tom Waits, því þeim fannst hann vera vægast sagt ömurlegur :)

Fólk hefur ekkert vit á tónlist ;)

Svan

Posted by Svan at 11:48 EH | Comments (1)

Sentimetrar

Nú er ég ekkert voðalega hávaxinn, eitthvað rétt rúmlega einn og áttatíu, en það er risavaxið hérna í Japan. Mér er sama þó ég sé hærri en flestir hérna, en það að geta ekki labbað inn um sumar dyragættir án þess að negla hausnum í dyrakarminn, fá í bakið þegar maður notar vaskinn heima hjá sér, geta ekki rétt úr sér í sturtu og svo framvegis er eitthvað sem gerir hvern mann brjálaðann. Nú skil ég vandamálið við það að vera of stór, þrátt fyrir að ég sé svona í meðalhæð.

Svan

Posted by Svan at 11:33 EH | Comments (0)

september 19, 2003

MSN bögg

Mér sýnist það vera einhver böggur á msn-inu hjá okkur hérna í skólanum, þannig við erum að nota hina ofur mögnuðu síðu www.wbmsn.com (sem liggur nú reyndar niðri þegar þessi orð eru skrifuð). WB stendur fyrir Web Based sem þýðir basicly að þetta er notað í gegnum Internet Explorer. Mesta vesenið er að ég þarf að refresha síðuna til að sjá hvað sá sem ég er að tala við er að segja, og getur það tekið óþarflega langan tíma.

Við ætlum að prófa að koma með lappana hingað niðreftir á morgun til að sjá hvort msn-ið virkar eða ekki.

Svan

Posted by Svan at 12:07 EH | Comments (3)

Lifandi umferðamerki

Það er alveg ótrúlega fyndið eitthvað að þegar það eru framkvæmdir á vegunum hérna í Japan þá eru menn/konur klæddar í gul vesti gerð úr endurskinsmerkum með ljósaperum á að veifa fánum til að láta vita hvar vegaframkvæmdirnar eru. Dag sem nótt. Það eru svona tvö hundruð skilti sem vara mann við og svo þegar maður kemur að þessu þá eru tveir til þrír aðilar að veifa fánum til að láta mann vita af framkvæmdunum, sem eru hvort eð er þakin skiltum út um allt. Ég veit ekki um tilgangslausara starf. Svo það fyndna við þetta allt saman er það að það eru stundum færri einstaklingar að vinna í vegavinnunni sjálfri heldur en eru að veifa fánum.

...en jú, þetta er atvinnuskapandi...

Svan

Posted by Svan at 12:00 EH | Comments (1)

Skemmtilegt starf

Ég og Bendt fórum í baðhús í hótelinu sem við vorum á í síðustu nótt. Þetta baðhús gekk basicly út á það að maður gekk úr herberginu sínu í slopp einum fata upp á tólftu hæð og fór þar úr og í sturtu og ofan í pott. Konur og karla aðskild því fólk var bara þarna á vappi nakið. Inn í karlaklefanum voru iðulega ein til tvær konur að þrífa. Sem sagt tuttugu til þrjátíu naktir karlmenn og tvær konur á vappi þarna um eins og ekkert væri eðlilegra. Við að sjálfsögðu kipptum okkur ekkert upp við þetta, en einhvernvegin ímynda ég mér að þeim leiðist ekkert voðalega í vinnunni, allavegana myndi mér ekki leiðast ef ég væri að vinna hinum megin.

Svan

Posted by Svan at 11:57 FH | Comments (2)

Tveggja daga ferðin

Mjög furðuleg ferð. Í fyrsta lagi voru þetta bara skiptinemar í ferðinni, 1 rússi, 2-3 frakkar, 2 þjóðverjar, 1 kani, 1 ítali, töluvert af kóreubúum, meira af kínverjum og svo ég og Bendt. Það var svona kona sem var að segja (eflaust) mjög merkilega hluti um staðina sem við vorum að keyra í gegnum, en það á Japönsku sem einungis örfáir skyldu. Alla helvítis leiðina blaðraði hún á Japönsku á meðan 95% þeirra sem voru á staðnum ypptu öxlum og skyldu ekki neitt.

Svo hafði þessi kona líka öðru afar mikilvægu hlutverki að gegna. Þegar rútan þurfti að bakka eitthvað þá hljóp hún út með flautu og flautaði tvö stutt flaut dáldið oft þangað til að rútan átti að stoppa, þá flautaði hún tvö stutt og eitt langt. Þetta þótti mér afar fyndið starf.

Staðirnir sem við fórum á voru eiginlega fæstir eitthvað merkilegir. Ég reyndar svaf af mér útsýnisferðina upp á Hakkodate fjall, þannig ég veit ekkert um þá ferð, en merkilegast af öllu fannst okkur public bath house-ið á efstu hæðinni í hótelinu. Við ætlum most definetly að finna svona í Otaru, þetta var bara of nice :)

Svan

Posted by Svan at 11:29 FH | Comments (0)

Why, oh why?

Af hverju í andskotanum var mér ekki sagt að það væri vinstri umferð í Japan???

Svan

Posted by Svan at 11:13 FH | Comments (3)

september 17, 2003

Ferðasagan og næstu dagar

Ferðin gekk mjög vel fyrir sig. Ég svaf á leiðinni til Köben og á leiðinni til Sapporo sem eru bæði stuttu flugin, en langa flugið svaf ég ekki neitt. Ástæðan fyrir því var maðurinn sem sat við hliðina á mér. Hann var svona súkkulaðibrúnn pompus ameríkani með huges yfirvaraskegg sem var að tala um hvað BNA væri mesta og besta ríki sögunnar og um "Used Cars" bílasöluna sína, nánast alla leiðina. Þegar menn taka ekki hintinu þegar sá sem þú ert að tala við setur upp headphona spilar þá eins hátt og hann getur (það hátt að hann átti að heyra í þeim) og fer að spila tölvuleik og hættir að horfa á þig þá er eitthvað að.

Þar sem ég sat við hliðina á þessu manngulli í tíu til ellefu tíma þá var ég oft frekar nálægt því að missa mig við hann, en ég gerði það ekki og er ég frekar stoltur af því.

Það var dáldið magnað í fluginu þá var svona kort sem sýndi nákvæmlega hvar maður var á hverjum tíma sem og hæð og á hvaða hraða...svo kom flugmaðurinn reglulega og sagði hvar maður var og þegar ég heyrði "Now are we approaching Siberia" þá fyrst fékk ég svona "Hey, ég er kominn drullulangt frá Íslandi" hugsun.

Anywhos þá var ég mjög annars hugar alla þessa leið sem gæti útskýrt af hverju ég snappaði ekki á redneckinn við hliðina á mér.

Konan sem sat við hliðina á mér til Köben var alveg hrikalega breið og olnbogaplássfrek og sat í miðjunni, með mig út við gluggann og hrikalega horaða manninn sinn hinum megin. Ég náði sem betur fer að sofna og svaf eins og steinn alla leiðina :)

Versta ferðin var sú styðsta, ferðin á milli Tokyo og Sapporo. Í fyrsta lagi þá var vélin full af fötluðu fólki sem var með mikil læti. Ég sem var búnað sofa í samtals 5 tíma síðusta sólarhring (og er enn ekki búnað sofa síðan) var frekar pirraður, en náði samt að leggja mig nánast um leið og ég hallaði mér aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég að drepast í eyrunum því þrýstingurinn var svo mikill, og var ég greinilega ekki einn um að finnast það því lætin í farþegunum voru alveg hrikaleg (minns ennþá með hausverk údaessu).

Bendt og Takayo sóttu mig á flugvöllinn í Sapporo (já Maja ég gaf henni gjöfina þína :þ) og var það voðalega ljúft. Næsta mál á dagskrá hjá mér er að koma öllum raftækjunum mínum af stað og kaupa síma og reyna að koma neti inn í herbergið mitt...það var verið að segja mér að startkostnaðurinn sé um 80.000 yen og yenið er á 70 aura. Sem sagt dýr pakki. Á morgun er það samt ferð á vegum skólans þar sem við skoðum hin og þessi landmark á eyjunni.

Svan

Posted by Svan at 11:49 FH | Comments (3)

*sigh*

Hvernig er hægt að vera svona melankólískur yfir að vera að gera eitthvað sem manni hefur hlakkað til að gera í marga, marga mánuði? Djöfull er maður erfiður stundum.

Svan

Posted by Svan at 11:22 FH | Comments (0)

Lengsta flugferd lifs mins lokid

Jaeja, tha er eg kominn ut. Flugid a milli koben og tokyo var audvelt, daldid langt, en vodalega ljuft. Hinsvegar var flugid a milli Tokyo og Sapporo algjor vidbjodur og er eg ad drepast i eyrunum. Thad er ekki netsamband i herberginu minu, amk enn sem komid er og msn samband er ekki til stadar. Bendt segist hafa verid ad rolta eitthvad adeins um i dag og i gaer og ekki fundid neitt netkaffihus...thannig eg verd kannski ekki eins oflugur a netinu eins og adur, amk ekki til ad byrja med.

Thar sem eg er ad blogga fra althjodaskrifstofunni i skolanum (thar sem enginn talar ensku btw) og thad eru 4 starfsmenn ad bida eftir mer til ad komast heim, tha er eg ad spa i ad segja ferdasoguna (sem samanstod adallega a thvi ad sitja i flugvel) a morgun.

Svan

Posted by Svan at 08:57 FH | Comments (1)

september 16, 2003

Kongsins Köben

Tha er eg kominn i Köben. Flugid gekk fint, var reyndar med alveg afskaplega "thykka" konu vid hlidina a mer sem i thokkabot var lika frek a olnbogaplassid. En eg nadi sem betur fer ad sofa alla leidina. Eg a flug eftir taepa thrja tima og thad flug verdur ca. fimm sinnum lengra heldur en flugid sem eg var i adan en eg held ad tad verdi thaegilegri saeti (at least I hope so).

Thad var alveg hrikalega erfitt ad kvedja i morgun. Foreldrarnir aetla jafnvel ad kikja a mig um jolin (ekki oft sem theim byst taekifaeri a ad kikja til Japans). Thad var erfidast ad kvedja Dussy og Sibbu... :s

Svan ferdalangur

Posted by Svan at 10:55 FH | Comments (2)

september 15, 2003

Skilaboð til Bendts

Ég lendi í Sapporo klukkan 15:30 á staðartíma.

Svan

Posted by Svan at 10:06 EH | Comments (0)

september 14, 2003

2 dagar

Þetta er skrýtnast í heimi. Það eru tveir dagar í það að ég fer út...og ég er að fatta það fyrst núna einhvernvegin að ég sé að fara að yfirgefa landið. Ég er búinn að vera hálf melankólískur í allan dag því ég á eftir að sakna alveg ótrúlega margs hérna heima. Það sem held ég hafi aðallega fengið mig til að fatta þetta í morgun var það að fólk var ótrúlega mikið að kveðja mig í gær og svo er búið að rigna yfir mig símtölum frá ættingum og kunningjum í dag til að kveðja...

Kveðjupartýið í gær fór annars einstaklega vel og ég að minnsta kosti skemmti mér konunglega (fyrir utan þá staðreynd að ég varð kannski "aðeins" of drukkinn). Ég hafði það einhvernvegin á tilfinningunni að ég væri að sitja mína eigin erfidrykkju, stemmingin var einhvernvegin þannig. En mér sýndist fólk skemmta sér bara nokkuð vel, það vantaði reyndar nokkra en ég kveð þá bara sérstaklega :)

Bendt er farinn út. Fór í morgun klukkan korter í átta. Ég veit satt að segja ekkert hvernig málin verða með nettengingu þarna úti, ég vona að það verði netsamband í íbúðinni annars mun ég bara eiga heima á einhverju netkaffihúsinu í grenndinni nokkra klukkutíma á dag... :þ

Svan

Posted by Svan at 06:37 EH | Comments (3)

september 13, 2003

Bragi, Bragi, Bragi...

Bragi stóð sig eins og hetja í gær...ég ætla ekkert að fara nánar út í afrekin hans, en lagið hans í dag er án efa smellurinn "ooops I did it again" :þ

Svan

Posted by Svan at 01:36 EH | Comments (2)

And then nothing turned itself inside out

Hitti konu á djamminu í gær sem ég þekkti sáralítið en hún sagðist lesa síðuna mína reglulega. Mér finnst þetta alltaf jafn gaman, þ.e. fólk sem ég þekki ekki sjálfur sem les bullið í mér. Ég var til dæmis að heyra af systur skólasystur minnar sem les síðuna mína reglulega plús eitthvað af vinnufélögum vina minna...og svo náttla þarna bankastjórinn í bankanum í Noregi sem Halla frænka er að vinna í :þ

Ég hef oft verið að spá í hverjir það eru í raun og veru sem lesa síðuna mína, en það er frekar erfitt að komast að því án þess að spyrja fólk út. Flest allir eru væntanlega vinir mínir og kunningjar, en svo eru það þeir sem þekkja mig ekki baun sem mér finnst mjög gaman að séu að lesa það sem ég hef að segja :)

Svan

Posted by Svan at 01:27 EH | Comments (3)

Vasasláttur

Er ég einn um að slá alltaf á alla vasa sem ég er með til að tékka á hvort ég sé með allt. Alltaf þegar ég fer út úr húsi á morgnana þá stoppa ég í dyragættinni og slæ á buxnavasana til að tékka á hvort ég sé með veskið, símann og húslyklanna...bara svo ég sé ekki að fara að læsa mig úti eða eitthvað álíka silly. Var bara að spá hvort fleir gerðu þetta :þ

Svan

Posted by Svan at 01:16 EH | Comments (2)

september 12, 2003

Bifrastardjamm

Hausthátíðin er í kvöld og ætla ég að skella mér. Þetta verður þá síðasta djammið mitt á Bifröst í ár :s Frekar skrýtið eitthvað þar sem haustið er rétt að byrja.

Svan

Posted by Svan at 04:29 EH | Comments (2)

september 11, 2003

Peningaleysi(?) fær Pixies til að halda áfram

Jæja, þá hefur Kim Deal loksins rifið heróínnálina út handleggnum og Frank Black og hún sæst og Pixies eru kannski að fara að taka saman aftur...ástæðan? Þau eru ábyggilega orðin skítblönk.

But I'm not complaining. Vonandi verður þetta almennilegt, ekkert krapp.

Svan

Posted by Svan at 10:48 FH | Comments (0)

Neil Young og the Last Waltz

Er farinn að hlusta á Neil Young aftur og er að spá í að fara að kaupa mér töluvert mikið meira af diskum með honum :) Fékk aftur áhuga á honum eftir að ég keypti handa pabba The Last Waltz (sem er lokatónleikar "The Band") og þar syngur hann eitt lag eftir sig (Helpless).

Þessir tónleikar eru btw algjör snilld. Það er ekki oft sem maður sér jafn stór nöfn á sama sviði að syngja sama lag þar sem Bob Dylan, Eric Clapton, Robbie Robertson, Neil Young, Joni Mitchell, Neil Diamond, Van Morrisson, Dr. John syngja og Ronnie Wood spilar á gítar og Ringo Starr trommar. Það er svoldið magnað að í öðru erindinu þá þaggar Robbie Robertson niður í öllum þessum stórköllum og leyfir bassaleikaranum í "The Band" að syngja það erindi, sem hann gerir mjög vel.

(klikkaðu á þennan link ef þú vilt heyra lagið: I shall be released)

Svan

Posted by Svan at 12:53 FH | Comments (2)

Jei!

Dússý sys er byrjuð að blogga aftur...

Svan

Posted by Svan at 12:38 FH | Comments (0)

september 10, 2003

Sönghæfileikum mínum gefin góð einkunn á netinu

Nú loksins hafa tónlistar"sérfræðingar" áttað sig á snilldar sönghæfileikum mínum. Það er gríðarlega mikill heiður að rödd manns sé líkt við stórsöngvarann Keith Moon.

Svan

Posted by Svan at 05:20 EH | Comments (4)

september 09, 2003

Kort

Fyndið hvað maður er vanur að borga með kortum. Alltaf þegar ég er að borga fyrir eitthvað með peningum þá tek ég upp pennann og ætla að fara að skrifa á kvittunina, og verð alltaf jafn undrandi þegar ég fæ bara seðla og klink til baka...

Svan

Posted by Svan at 06:46 EH | Comments (1)

Tilvalin leið til að skemmta sér þegar maður er deyfður

Þegar maður er svona hrikalega deyfður þá getur maður verið að gefa sér selsbit í kinnina á fullu án þess að finna fyrir því. Einnig getur maður verið að pína sig á ýmsan annan hátt án þess að finna fyrir neinu...en nú er ég orðinn heví rauður á kinninni.

Svan

Posted by Svan at 11:27 FH | Comments (0)

Eitthvað sem þú vilt ekki heyra frá tannlækninum

Fór til tannlæknis áðan og er bólgnari en allt. Deyfing fer voðalega illa í mig, þ.e. af einhverjum ástæðum þá þarf ég að vera deyfður dáldið oft til að hún hafi einhver áhrif þannig ég lít út eins og hamstur í framann eftir heimsóknir mínar hjá tannsa. Anywhos þá lá ég þarna í stólnum með alveg tonn af drasli upp í mér og þá lítur tannlæknirinn allt í einu upp og segir "æj hver andskotinn" og hættir að gera það sem hann var að gera og starir upp í loftið með pirraðan svip. Ég að sjálfsögðu fékk svona nett panikkast og reyndi að mumla eitthvað, en þá sagði hann mér að hann hefði gleymt að hleypa hundinum út í morgun...

Einhvernvegin þá datt mér eitthvað verra í hug :)

Djöfulsins bólga, ég lít út eins og ég sé með hálft kíló af munntóbaki í vörinni.

Posted by Svan at 09:00 FH | Comments (0)

september 08, 2003

Reunionið

Fór á tíundubekkjar reunion á laugardaginn. Þetta var á kaffihúsi á Garðatorgi, þannig maður var bara á vappi í glerhúsinu sötrandi bjór og hafandi það nice. Voðalega mikið svona catching up dót í gangi, allir að spyrja hvað hinir og þessir væru að gera og svo framvegis. Fullt af fólki komið með krakka og nokkrar voru með bumbu, sem aftur undirstrikaði það f. mér hversu "gamall" maður er orðinn. Endaði svo á því að fara á djammið með Eyjó á 22 og hitti þar Sibbu og Kára, týndi Eyjó fljótt og vorum til ca. 5. Lengsta leigubílaröð í Evrópu, þetta var álíka eins og gamlárskvöld (kannski ekki alveg, but you get the picture)...

Svan

Posted by Svan at 06:48 EH | Comments (0)

september 07, 2003

Partý

Þá er maður loksins búnað redda kveðjupartýinu fyrir Japansferðina. Það verður á Pravda á laugardaginn þrettánda september. Við eigum staðinn frá klukkan átta til ca. tólf og verður eitthvað af fríu áfengi (eigum eftir að ákveða hversu mikið). Einnig stendur kannski til að fá tvo trúbadora til að taka nokkur lög.

Öllum þeim sem langar að mæta til að kveðja okkur, endilega látið sjá ykkur:)

Svan

Posted by Svan at 05:17 EH | Comments (0)

Eru Eggin hætt að blogga???

Ekkert hefur heyrst frá stóra og litla eggi í heillangan tíma... :( Maður hálf saknar þeirra.

Svan

Posted by Svan at 03:58 EH | Comments (2)

september 06, 2003

Deftones > Linking park

Valli var að segja mér að Deftones væru farnir að hita upp fyrir Linking Park. Einhvernvegin finnst mér að það ætti að vera the other way around, þar sem Deftones eru snilld en Linking Park ofurpródúserað ofurmarkaðsvænt rusl.

Svan

Posted by Svan at 12:49 EH | Comments (0)

Ef ég væri Ólafur Ragnar þá væri ég frekar pirraður

Mér finnst það alltaf jafn fyndið, það eru ótrúlega margir atburðir sem að Vigdís Finnbogadóttir er fengin til að tala á. Eiginlega jafnmörgum atburðum eins og Óli grís ábyggilega. Ég yrði frekar pissed ef ég væri Ólafur Ragnar, að forsetinn frá því sjö árum síðan væri jafn vinsæll sem gestur á frumsýningum, listasýningum og bara almennt menningarviðburðum.

Svan

Posted by Svan at 12:47 EH | Comments (0)

Too frunk to duck

Ég sem ætlaði á djammið í kvöld, en neiiii vinir mínir ákváðu allir sem einn að vera í letikasti eða þá að vera veikir. Ætli maður taki bara ekki þeim mun betur á því annað kvöld :)

Svan

Posted by Svan at 12:28 FH | Comments (2)

september 05, 2003

Hot Chocolate brúnkukrem

Fór í heimsókn til vinar míns sem var að fá sér íbúð og ég fann "Hot Chocolate" brúnkukrem inn á baði hjá honum. Váááá hvað ég gerði grín af honum :)

Svan

Posted by Svan at 10:05 EH | Comments (0)

Kvart undan bloggleysi

Fór á Bifröst í gær og djammaði með liðinu og skemmti mér vel. Hins vegar þá var mikið kvartað undan bloggleysi hjá mér undanfarið :( Biðst ég velvirðingar á því...það hefur bara verið svo mikið að gera hjá mér undanfarið, en ég lofa bótum á þessu öllu saman :)

Svan

Posted by Svan at 07:30 EH | Comments (3)

september 04, 2003

Bruce Campbell að leika Elvis

Bubba Ho-tep. Maestro Bruce Campbell að leika Elvis, sem er kominn á elliheimili og sameinast þar Ossie Davis sem er sannfærður um að hann sé JFK (og er btw svartur) og ætla þeir að berjast við "evil Egyptian entity" sem ætlar að loka elliheimilinu þeirra...ef þetta er ekki ávísun á góða mynd þá veit ég ekki hvað :)

Fær ágætis dóma á IMDb.

Svan

Posted by Svan at 04:06 EH | Comments (0)

Djamm á Bifröst

Bruna uppeftir á Bifröst á eftir :) Það er víst trúbadorskvöld á kaffihúsinu og svo ætla ég að skreppa í pottinn með bjór...djöfull sakna ég þess að vera ekki þarna uppfrá, þetta er þvílíkt skrýtið.

Svan

Posted by Svan at 03:46 EH | Comments (0)

Tólf dagar

Þá eru heilir tólf dagar í brottför. Það er frekar lítið...ég er reyndar búinn að gera flest allt sem ég þarf að gera, á eftir að tryggja lappann minn og eitthvað þannig smotterí. Hoppa síðan beint upp í flugvél klukkan hálf tíu um morguninn 16 september og lendi þann 17 um morguninn í Tokyo og fer þaðan með flugi til Sapporo og kem um kvöldið. Þetta verður þvílíkt ferðalag. Svo snemma morguns 18. þá fer ég í ferð á vegum skólans...

Svan

Posted by Svan at 03:44 EH | Comments (0)

september 03, 2003

Síðasti sprautupakkinn

Jahúúúúú, ég var að klára síðasta sprauturnar fyrir Japansferðina! Það samt næstum leið yfir mig og ég varð allur blár á vörunum og treysti mér varla til að keyra heim, en vá hvað það er gott að vera búinn að þessu vei...

Svo sagði læknirinn mér það að ég hefði ábyggilega ekki þurft að fara í hinar og þessar sprautur, en hann muldraði þessu út úr sér að sjálfsögðu eftir á reynandi að mjólka sem mestan pening út úr mér, mann með mestu sprautufóbíu í heimi :s

Svan

Posted by Svan at 07:27 EH | Comments (0)

september 02, 2003

Dýr fíkn

Jæja, þá er ég búnað koma mér upp rándýrri fíkn. Ben & Jerry's ís. Innan við hálfur líter af þessum ís kostar tæpan 800 kall í 10/11 og er ég orðinn svo hrikalega húkkt á nokkrum tegundum að ég er hálf hræddur. Ég fékk til dæmis alveg sjúklega þörf fyrir svona súkkulaði ís með hvítu og dökku súkkulaðibitum, súkkulaði húðuðum valhnetum, súkkulaðihúðuðum picstasíuhnetum og súkkulaðihúðuðum almond hnetum... þetta er alveg hættulega góður ís...

Svan

Posted by Svan at 07:04 EH | Comments (5)

september 01, 2003

Vírusinn

Djöfull þoli ég ekki þennan helv. vírus sem er í gangi. Maður skilur pósthólfið sitt í skólanum óhreyft í 2 daga og fær 260 skilaboð. Stuð að henda því út...

Svan

Posted by Svan at 09:42 EH | Comments (1)

Frí til brottfarar

Ég ákvað að taka mér frí þangað til ég fer út. Þarf að stússast ýmislegt og ætla svo bara almennt að njóta þess að vera heima. Ætla að skjótast upp á Bifröst eitthvað á næstu dögum, ná a.m.k. nokkrum fimmtudögum og einhverjum pottaferðum :)

Svo er það síðasta bólusetningin á miðvikudaginn og svo að láta tannsa pína mig daginn eftir... jibbí...

Svan

Posted by Svan at 09:18 EH | Comments (0)

Ættleiðing

Þrátt fyrir að við séum ekki búin að vera saman í meira en einn mánuð, þá erum við Sibba að spá í að ættleiða barn. "Barnið" er reyndar ekki nema þremur árum yngri en ég, en nevertheless þá teljum við okkur vera fullkomlega undir það búin að taka þessa ábyrgð... Það er þegar búið að skýra barnið, og heitir það Andri Þór...

Svan

Posted by Svan at 04:38 EH | Comments (0)